Fara í efni

Miðvangur 8, deiliskipulagsbreyting

11.01.2023

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi 5. janúar 2022 að unnin yrði breyting á miðbæjarskipulagi Egilsstaða vegna Miðvangs 8 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan felur í sér breytingu á byggingarreit og stækkun lóðar um 93m 2 til suðurs. Jafnframt hækkar hámarksbyggingarmagn, innkeyrsla og rampur í bílakjallara eru færð til auk þess sem breytingar eru gerðar á skilmálahefti. Vinnslutillagan er aðgengileg á skrifstofum sveitarfélagsins og hér neðar í fréttinni.

Almenningi er gefinn kostur á að senda inn ábendingar og/eða athugasemdir til skipulagsfulltrúa Múlaþings, Lyngási 12, 700 Egilstöðum eða á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is til og með 26. janúar 2023.

Skipulagsfulltrúi Múlaþings

Sigurður Jónsson

Gögn til kynningar:

Greinargerð og uppdráttur, dags. 15.12.2022. Arkís arkitektar.

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?