Fara í efni

Ný vegtenging og stækkun á athafna- og hafnasvæði Djúpavogs

20.03.2024

Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti 13. mars 2024 að kynna skipulags- og matslýsingu vegna fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020 fyrir nýja vegtengingu, stækkun á athafna- og hafnasvæði Djúpavogs í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Með fyrirhugaðri breytingu áætla Hafnir Múlaþings að koma til móts við aukna uppbyggingu á atvinnustarfsemi, einkum í tengslum við fiskeldi og sjávarútveg, á Djúpavogi auk þess að bæta aðstöðu til móttöku skemmtiferðaskipa. Samhliða breytingu á aðalskipulagi verður unnið nýtt deiliskipulag fyrir hluta athafna- og hafnarsvæðis við Víkurland í Innri-Gleðivík.

Skipulagstillagan er aðgengileg  í gegnum vef Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is undir málsnúmerinu 320/2024.

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillöguna til og með 20. apríl 2024. Tekið er á móti athugasemdum á rafrænan hátt í gegnum Skipulagsgátt. Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum gegnum netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is

Smelltu hér til að skoða gögn og skila inn athugasemd 

Umsagnir um skipulagsmál teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn og umsagnir koma fram í fundargerðum sveitarfélagsins og eru aðgengileg opinberlega á Skipulagsgáttinni.

Skipulagsfulltrúi Múlaþings

Sigurður Jónsson

Getum við bætt efni þessarar síðu?