Fara í efni

Smávirkjun við Gestreiðarstaðaháls, nýtt deiliskipulag

25.05.2023

Múlaþing kynnir vinnslutillögu nýs deiliskipulags fyrir smávirkjun við Gestreiðarstaðaháls í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Neyðarlínan ohf. hyggst reisa smávirkjun í Langadalsá við Gestreiðarstaðaháls á Jökuldalsheiði sem ætlað er að leysa af hólmi dísel rafstöð við fjarskiptastöð á svæðinu. Um er að ræða rennslisvirkjun sem er áætlað að muni framleiða um 50-60kW.

Vinnslutillagan er aðgengileg á skrifstofum sveitarfélagsins og í gegnum Skipulagsgáttina sem er nýr vefur Skipulagsstofnunar.

Smelltu hér til að skoða gögn og skila inn athugasemd

Almenningi er gefinn kostur á að senda inn ábendingar og/eða athugasemdir til og með 25. júní 2023 en eingöngu er tekið við þeim á rafrænan hátt í gegnum Skipulagsgátt. Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum gegnum netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is

Skipulagsfulltrúi Múlaþings, 

Sigurður Jónsson

Getum við bætt efni þessarar síðu?