Fara í efni

Snjóflóðavarnarkeilur norðan Öldugarðs, skipulagsbreytingar

16.06.2023

Múlaþing kynnir fyrirhugaða skipulags- og matslýsingu, auk vinnslutillögu, fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 vegna viðbótarvarna norðan Öldugarðs í samræmi við 1. og 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samhliða er kynnt vinnslutillaga breytinga á deiliskipulagi snjóflóðavarnagarða undir Bjólfshlíðum í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Múlaþing í samstarfi við Ofanflóðasjóð áformar að koma upp auknum snjóflóðavörnum á Seyðisfirði, þ.e.a.s. norðan við snjóflóðavarnargarðinn Öldugarð sem nú er í framkvæmd. Fyrirhuguð framkvæmd felur í sér byggingu á 5 varnarkeilum og er tilgangur þeirra að verja iðnaðar- og hafnarsvæði í botni Seyðisfjarðar.

Tillagan er aðgengileg á vef sveitarfélagsins og í gegnum Skipulagsgáttina sem er nýr vefur Skipulagsstofnunar.

Smelltu hér til að skoða gögn og skila inn athugasemd við aðalskipulagsbreytingu

Smelltu hér til að skoða gögn og skila inn athugasemd við deiliskipulagsbreytingu

Almenningi er gefinn kostur á að senda inn ábendingar til og með 28. júlí 2023. Tekið er á móti athugasemdum á rafrænan hátt í gegnum Skipulagsgátt.  Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum gegnum netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is

Skipulagsfulltrúi Múlaþings

Sigurður Jónsson

Getum við bætt efni þessarar síðu?