Fara í efni

Stuðlagil, ferðaþjónustu- og áfangastaður

16.12.2021

Sveitarstjórn Múlaþings hefur samþykkt að kynnt verði skipulagslýsing vegna rammahluta aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir Stuðlagil á Jökuldal í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Með rammahluta aðalskipulags er afmarkað svæði innan sveitarfélagsins útfært nánar með stefnumótun um meginþætti ferðaþjónustu, náttúruverndar og landnotkunar.

Samhliða eru kynntar tvær skipulagslýsingar vegna deiliskipulags innan sama svæðis. Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir Hákonarstaði og breytingu á deiliskipulagi við Grund.

Hægt er að nálgast skipulagslýsingar allra þriggja verkefnanna á skrifstofum sveitarfélagsins að Lyngási 12, Egilsstöðum og hér á heimasíðunni.

Áformin verða kynnt á Facebook síðu Múlaþings fimmtudaginn 16. desember kl. 17:00

Almenningi er gefinn kostur á að senda inn ábendingar og/eða athugasemdir til skipulagsfulltrúa Múlaþings Lyngási 12, 700 Egilstöðum eða á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is til og með 6. janúar 2022.

Skipulagsfulltrúi Múlaþings

Sigurður Jónsson

 

Gögn til kynningar:

Rammahluti aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028, Stuðlagil, skipulagslýsing, dags. 26. nóvember 2021

Deiliskipulag, Hákonarstaðir, skipulagslýsing, dags. 26. nóvember 2021

Deiliskipulagsbreyting, Grund, skipulagslýsing, dags. 26. nóvember 2021

Getum við bætt efni þessarar síðu?