Fara í efni

Stuðlagil, ferðaþjónustu- og áfangastaður

06.04.2022

Múlaþing auglýsir til kynningar vinnslutillögu vegna rammahluta aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir Stuðlagil á Jökuldal í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Með rammahluta aðalskipulags er afmarkað svæði innan sveitarfélagsins útfært nánar með stefnumótun um meginþætti ferðaþjónustu, náttúruverndar og landnotkunar.

Samhliða eru kynntar vinnslutillögur, í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þriggja deiliskipulagsverkefna innan sama svæðis. Um er að ræða nýtt deiliskipulag í landi Hákonarstaða og Klaustursels ásamt breytingu á deiliskipulagi við Grund.

Hægt er að nálgast skipulagslýsingar allra verkefnanna á skrifstofum sveitarfélagsins að Lyngási 12, Egilsstöðum og hér neðar í fréttinni. Áformin verða kynnt á Facebook síðu Múlaþings fimmtudaginn 7. apríl kl. 12:00

Almenningi er gefinn kostur á að senda inn ábendingar og/eða athugasemdir til skipulagsfulltrúa Múlaþings Lyngási 12, 700 Egilstöðum eða á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is til og með 28. apríl 2022.

Skipulagsfulltrúi Múlaþings

Sigurður Jónsson

 

Gögn til kynningar:

Getum við bætt efni þessarar síðu?