Fara í efni

Stuðlagil, ferðaþjónustu- og áfangastaður

17.04.2023

Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi 12. apríl 2023 að auglýsa tillögu að rammahluta aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir Stuðlagil á Jökuldal í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samhliða eru auglýstar tillögur þriggja deiliskipulagsverkefna innan sama svæðis í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða nýjar deiliskipulagsáætlanir í landi Hákonarstaða sem og í landi Klaustursels ásamt heildarendurskoðun eldra deiliskipulags við Grund.

Hægt er að nálgast skipulagstillögurnar á skrifstofum sveitarfélagsins og hér neðar í fréttinni.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við þær. Athugasemdum skal skilað til skipulagsfulltrúa Múlaþings Lyngási 12, 700 Egilsstöðum eða á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is til og með 25. maí 2023.

Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillögurnar fyrir tilskilinn frest telst samþykkur þeim.

Skipulagsfulltrúi Múlaþings

Sigurður Jónsson

Skipulagsgögn:

Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028, rammahluti: Ferðaþjónustu- og áfangastaðurinn Stuðlagil.

Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028, skipulagsbreyting: Verslunar- og þjónustusvæði í Stuðlagili.

Deiliskipulag: Ferðaþjónusta að Grund, Jökuldal.

Deiliskipulag: Ferðaþjónusta að Hákonarstöðum, Jökuldal.

Deiliskipulag: Stuðlagil, deiliskipulag í landi Klaustursels.

Getum við bætt efni þessarar síðu?