Fara í efni

Stuðlagil, ferðaþjónustu og áfangastaður. Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar.

20.12.2023

Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti þann 13. desember 2023 tillögu að rammahluta Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir Stuðlagil á Jökuldal, samkvæmt 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan var auglýst frá 20. október 2023 til 1. desember 2023. Athugasemdir gáfu ekki tilefni til breytinga á tillögunni og hefur hún verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Þau sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Múlaþings.

Skipulagsfulltrúi Múlaþings

Sigurður Jónsson

Getum við bætt efni þessarar síðu?