Fara í efni

Verndarsvæði í byggð á Djúpavogi, breyting á afmörkun

22.11.2023

Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum þ. 15. nóvember sl. að auglýsa tillögu um breytingu á verndarsvæði í byggð á Djúpavogi í samræmi við ákvæði laga nr. 87/2015.

Um er að ræða endurmat á verndarsvæðinu við Voginn, sem staðfest var 15. október 2017 í samræmi við lög um verndarsvæði í byggð. Breyting er gerð á afmörkun verndarsvæðisins og skilmálum. Breytingin felur í sér að afmörkun verndarsvæðisins er minnkuð þannig að þrjú íbúðarhús, Djúpavogskirkja (gamla kirkjan) og lóðir þeirra falla út af verndaráætluninni.

Tillagan er aðgengileg hér neðar í fréttinni og mun liggja frammi á skrifstofum sveitarfélagsins að Lyngási 12, Egilsstöðum og Geysi á Djúpavogi.

Almenningi er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til og með 10. janúar 2024. Senda skal skriflegar athugasemdir til skipulagsfulltrúa Múlaþings Lyngási 12, 700 Egilstöðum eða á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is

Skipulagsfulltrúi Múlaþings

Sigurður Jónsson

Verndarsvæðið við voginn - tillaga að breytingu 

Getum við bætt efni þessarar síðu?