Fara í efni

Verslunar- og þjónustusvæði við Grund. Óveruleg breyting á aðalskipulagi.

20.08.2025

Byggðaráð Múlaþings, sem fór með fullnaðarafgreiðslu sveitarstjórnar í sumarleyfi sveitarstjórnar sbr. bókun sveitarstjórnar frá 11. júní 2025, samþykkti þann 1. júlí 2025 breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna stækkunar á verslunar- og þjónustusvæði V38 í landi Grundar á Jökuldal.

Markmið með stækkun reitsins er að veita aukið rými til að skipuleggja mannvirki innan hans svo þau falli sem best að núverandi byggð og landslagi. Sértæk skipulagsákvæði eru óbreytt.

Breytingin er ekki talin hafa veruleg áhrif á landnotkun né eru áhrif hennar metin mikil á einstaka aðila eða stórt landsvæði. Breytingin telst því óveruleg og hefur fengið meðferð skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Hefur breytingin verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Skipulagstillagan er aðgengileg í gegnum vef Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is undir málsnúmerinu 945/2025.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til skrifstofu skipulagsfulltrúa, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir eða sent fyrirspurn á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is.

Getum við bætt efni þessarar síðu?