Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

138. fundur 07. janúar 2025 kl. 08:30 - 10:55 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varamaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson varamaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2025

Málsnúmer 202501003Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar

2.Lyngás 12, neðri hæð.

Málsnúmer 202412194Vakta málsnúmer

Fyrir liggur gagntilboð frá HJH ehf vegna mögulegra kaupa Múlaþings á eignarhluta 01-0105 fnr. 217-5939 og eignarhluta 01-0106 fnr. 217-5940 í húsinu Lyngási 12 á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga, varðandi ástand eignarinnar m.a., og verður málið tekið til afgreiðslu í byggðaráði er umræddar upplýsingar liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Sveitarstjórnarbekkurinn

Málsnúmer 202301120Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fjórar ábendingar og athugasemdir er fram komu á sveitarstjórnarbekknum 14. desember 2024 og beint var til byggðaráðs til umfjöllunar og afgreiðslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa athugasemdum er fram komu varðandi nýsköpunarstyrki og uppbyggingarstuðning til atvinnu- og menningarmálastjóra til umfjöllunar og svörunar. Varðandi ábendingar er snúa að samgöngumálum mun byggðaráð fylgja þeim eftir á næsta fundi með forsvarsaðilum Vegagerðarinnar. Hvað varðar þá spurningu hvers vegna sveitarstjórnarstigið sé ekki lagt niður er svar byggðaráðs það að sveitarstjórnarstigið er mikilvægur vettvangur hvað varðar hagsmuni nærsamfélagsins og því ekki æskilegt að það verði lagt niður. Hvað varðar athugasemdir varðandi fasteignagjöldin þá tekur byggðaráð undir það að efla þarf upplýsingagjöf varðandi rétt eldri borgara til afslátta og felur verkefnastjóra upplýsinga- og kynningarmála framkvæmd málsins. Sveitarstjóra falið að sjá til þess að þeim er lögðu fram þau erindi er bárust byggðaráði verði svarað.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Ráðstöfun eignar, Þórshamar

Málsnúmer 202408181Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tilboð í fasteignina Þórshamar á Borgarfirði sem samþykkt var að setja í söluferli á fundi byggðaráðs 22. október 2024.

Við upphaf þessara dagskráliðar vöktu Eyþór Stefánsson og Helgi Hlynur Ásgrímsson athygli á mögulegu vanhæfi sínu vegna fjölskyldutengsla. Formaður bar upp tillögu um vanhæfi sem var samþykkt samhljóða. Viku Helgi og Eyþór af fundi undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að taka fyrirliggjandi tilboði í fasteignina Þórshamar á Borgarfirði og felur fjármálastjóra og sveitarstjóra framkvæmd málsins fyrir hönd sveitarfélagisns.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Boðun ársfundar Brákar íbúðafélags hses 15. janúar 2025

Málsnúmer 202412153Vakta málsnúmer

Fyrir liggur boðun til ársfundar Brákar íbúaðafélags hses. miðvikudaginn 15. janúar 2025 kl. 13:00. Um verður að ræða rafrænan fund á Teams.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að Guðlaugur Sæbjörnsson, fjármálastjóri, sæki fundinn fyrir hönd Múlaþings og fari með atkvæði sveitarfélagsins. Varamaður verði Óðinn Gunnar Óðinsson, skrifstofustjóri. Byggðaráð Múlaþings gerir athugasemdir við fyrirhugaða breytingu á 3. gr. samþykkta stofnunarinnar og gerir tillögu um að 3. gr. samþykkta verði óbreytt.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Fundagerðir Austurbrúar og upplýsingapóstar 2024

Málsnúmer 202401179Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Austurbrúar, dags. 13.12.2024.

Lagt fram til kynningar.

7.Fundagerðir SSA 2024

Málsnúmer 202401177Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar SSA, dags. 13.12.2024.

Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202401098Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 13.12.2024.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:55.

Getum við bætt efni þessarar síðu?