Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

139. fundur 09. janúar 2025 kl. 13:30 - 14:50 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Jónína Brynjólfsdóttir varamaður
  • Eyþór Stefánsson varamaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi sveitarstjóra

1.Lyngás 12, neðri hæð.

Málsnúmer 202412194Vakta málsnúmer

Fyrir liggur gagntilboð frá HJH ehf vegna mögulegra kaupa Múlaþings á eignarhluta 01-0105 fnr. 217-5939 og eignarhluta 01-0106 fnr. 217-5940 í húsinu Lyngási 12 á Egilsstöðum. Einnig liggja fyrir upplýsingar varðandi viðhaldsmál og leigufyrirkomulag.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi gagntilboð í eignarhluta 01-0105 fnr. 217-5939 og eignarhluta 01-0106 fnr. 217-5940 í húsinu Lyngási 12 á Egilsstöðum. Sveitarstjóra falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

2.Boðun ársfundar Brákar íbúðafélags hses 15. janúar 2025

Málsnúmer 202412153Vakta málsnúmer

Fyrir liggja upplýsingar frá formanni stjórnar Brákar íbúðafélags hses. varðandi ástæður þess að stjórn leggur fram breytingartillögu á samþykktum stofnunarinnar á boðuðum ársfundi félagsins þann 15. janúar 2025.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð gerir athugasemdir við að ekki skuli hafa verið upplýst um ástæður varðandi tillögu að breyttum samþykktum þegar að fundarboð var sent út ásamt tillögum að breyttum samþykktum. Með vísan til þess að tilgangur stofnunarinnar hefur frá upphafi verið sá að efla húsnæðisuppbyggingu á landsbyggðinni þá telur Byggðaráð Múlaþings æskilegt að samþykktir verði óbreyttar. Byggðaráð samþykkir jafnframt að Berglind Harpa Svavarsdóttir sæki fundinn fyrir hönd Múlaþings og fari með atkvæði sveitarfélagsins. Varamaður verði Guðlaugur Sæbjörnsson, fjármálastjóri.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 14:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?