Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

141. fundur 28. janúar 2025 kl. 08:30 - 11:20 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi að stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2025

Málsnúmer 202501003Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Þarfagreining stöðugilda HSA

Málsnúmer 202501178Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf frá Heilbrigðisstofnun Austurlands varðandi þarfagreiningu stofnunarinnar í samræmi við tillögur starfshóps um jöfnun á aðgengi að sérfræðiþjónustu á heilbrigðissviði óháð búsetu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til fyrirliggjandi bréfs frá Heilbrigðistofnun Austurlands varðandi þarfagreiningu stofnunarinnar samþykkir byggðaráð að fela sveitarstjóra, í samráði við sveitarfélög á Austurlandi, að senda tillögu til stjórnvalda um þörf á fagmenntuðu heilbrigðisstarfsfólki á svæðinu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Aðstaða fyrir kjörna fulltrúa

Málsnúmer 202410106Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að taka afstöðu til mögulegrar áframhaldandi nýtingar sveitarfélagsins á aðstöðu fyrir kjörna fulltrúa í Setrinu vinnustofu á Egilsstöðum. Núgildandi samningur rennur út 31. janúar 2025.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að ganga til samninga við Vinnustofuna ehf á grundvelli umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Menningarstyrkir 2025, fyrri úthlutun

Málsnúmer 202411143Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að fyrri úthlutun menningarstyrkja Múlaþings fyrir árið 2025 samtals að fjárhæð um 8,2 millj.kr., á grundvelli umsókna. Elsa Guðný Björgvinsdóttir, verkefnastjóri á sviði menningarmála, kom inn á fundinn undir þessum lið.

Við upphaf þessa liðar vakti Vilhjálmur Jónsson máls á mögulegu vanæfi sínu vegna tengsla sem stjórnamaður í Minjasafni Austurlands. Bar formaður (BHG) upp vanhæfistillöguna sem var samþykkt samhljóða. Vék VJ af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa máls.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir framlagðar tillögur að fyrri úthlutun menningarstyrkja Múlaþings fyrir árið 2025 og felur verkefnastjóra á sviði menningarmála að annast úthlutun í samræmi við gildandi reglur.

Samykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Elsa Guðný Björvinsdóttir - mæting: 09:30

5.Boðun ársfundar Brákar íbúðafélags hses 15. janúar 2025

Málsnúmer 202412153Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð ársfundar Brákar íbúðafélags hses. vegna ársins 2023, dags. 15.01.2025.

Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerðir stjórnar HEF 2025

Málsnúmer 202501201Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir stjórnar HEF veitna ehf., dags. 10.12.2024, 14.01. og 23.01.2025.

Lagt fram til kynningar.

7.Yfirlýsing frá Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi vegna lokunar flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli

Málsnúmer 202501189Vakta málsnúmer

Fyrir liggur yfirlýsing Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi vegna lokunar flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir yfirlýsingu Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi sem lýsir yfir miklum áhyggjum vegna fyrirhugaðra takmarkana á flugumferð með lokun flugbrauta um Reykjavíkurflugvöll. Sú aðgerð skerðir aðgengi landsbyggðarinnar að bráðaþjónustu á Landspítala Háskólasjúkrahúsi og hefur þannig áhrif á batahorfur og lífslíkur sjúklinga á landsbyggðinni sem er á skjön við lög um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu.
Byggðaráð Múlaþings leggur þunga áherslu á að Reykjavíkurborg og önnur yfirvöld bregðist fljótt við með þeim hætti að ekki muni koma til takmarkana á flugumferð um Reykjavíkurflugvöll.
Sveitarstjóra falið að koma afgreiðslu byggðaráðs á framfæri við Reykjavíkurborg ásamt þingmönnum kjördæmisins og þeir hvattir til að beita sér að fullu fyrir hönd sinna íbúa.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 11:20.

Getum við bætt efni þessarar síðu?