Fara í efni

Félagsmálanefnd

175. fundur 23. september 2019 kl. 11:30 - 14:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson varaformaður
  • Arna Magnúsdóttir aðalmaður
  • Halldóra Sigríður Árnadóttir aðalmaður
  • Skúli Björnsson aðalmaður
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri

1.Fjárhagsáætlun félagsþjónustu 2020

201909105

Félagsmálanefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2020. Samþykkt samhljóða.

2.Beiðni um styrk við rekstur sumarbúða fyrir fötluð börn og ungmenni.

201909081

Móttekin er beiðni Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra um styrk til greiðslu á kostnaði vegna sumardvalar barna með fötlun frá sveitarfélaginu. Nefndin felur félagsmálastjóra að koma athugasemdnum nefndarinnar varðandi erindið á framfæri og kynna styrktarfélaginu aðrar leiðir um mögulegar styrkveitingar.

Beiðni um fjárstuðning er hafnað. Samþykkt samhljóða.

3.Fjölgun rýma í dagdvöl

201901173

Félagsmálastjóri fór yfir umsókn til Heilbrigðisráðuneytisins um fjölgun rýma í Dagdvöl aldraðra.

Lagt fram til kynningar.

4.Málavog í vinnslu barnaverndarmála - beiði um samstarf

201906024

Félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs ítrekar fyrri bókun frá fundi nefndarinnar þann 26. ágúst s.l. Félagsmálastjóra er falið að svara erindinu fyrir hönd nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða.

5.Vegna ráðstöfunar andvirðis vatnsréttinda kristfjárjarðanna Merkis og Arnarhóls

201909037

Lagt fram til kynningar.

6.Undirbúningur vegna ályktana á haustþingi SSA 2019

201909002

Félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs vekur athygli á að úthlutun og greiðslur rýma í dagdvöl eru ekki tengdar einstaklingum eins og þekkist t.d. innan fötlunargeirans, heldur miðast greiðslur við fjölda samþykktra rýma og fulla nýtingu þeirra. Þetta gerir það að verkum að sveitarfélögum er ekki fært annað en að hafa fleiri þjónustuþega en rými segja til um, til þess að fullnýta rými sem greitt er fyrir af hálfu Sjúkratrygginga Íslands. Þetta fyrirkomulag er til þess fallið að ýta kostnaði og margræddum gráum svæðum, yfir á sveitarfélögin, án lögmætra greiðslna frá ríkinu.

7.Skýrsla Félagsmálastjóra

201712031

Félagsmálastjóri reifar málefni félagsþjónustunnar frá síðasta fundi.

Fundi slitið - kl. 14:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?