Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

81. fundur 22. nóvember 2017 kl. 17:00 - 21:50 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Þórhallur Borgarson 2. varaforseti
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Karl Sigfús Lauritzson varamaður
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta við eftirfarandi erindum: Grásteinn deiliskipulag, Kaupvangur 17 umsókn um byggingarleyfi og Beiðni um heimild til að nýta haugsett grjót við Lagarfossvirkjun og verða þau númer 12, 13 og 14.


Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 160

1711017F

Lagt fram til kynningar
  • 1.1 201711068 Umsókn um byggingarleyfi fyrir raðhúsi, Dalsel 2-4-6
  • 1.2 201711079 Umsókn um byggingarleyfi fyrir stoðvegg

2.Starfsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar 2018

201710085

Fyrir liggur Starfsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar 2018

Málið var áður á dagskrá funda nr. 79 og 80.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagaða starfsáætlun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Þórhallur Borgarsson vék af fundi kl. 18:57

3.Ályktanir Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2017

201711014

Lagðar eru fram ályktanir aðalfundar SSA sem haldinn var á Breiðdalsvík 29. og 30. september sl.

Lagt fram til kynningar.

4.Fundargerðir Náttúrustofu Austurlands 2017

201702023

Fundargerð þriðja stjórnarfundar Náttúrustofu Austurlands

Lagt fram til kynningar.

5.Eyvindará II deiliskipulag

201601236

Lögð er fram deiliskipulagstillaga að Eyvindará II að aflokinni auglýsingu.

Tillagan var auglýst frá 9. október til 20 nóvember.
Ábendingar/Athugsemdir bárust frá eftirfarandi aðilum:
Vegagerðinni, Minjastofnun Íslands. Agnes Brá Birgisdóttir fyrir hönd annara landeigenda og íbúa á Eyvindará.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og senda innkomnar athugasemdir til skipulagsráðgjafa til meðferðar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur málið fyrir á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs á Fljótsdalshéraði 2018

201711067

Lögð er fram tillaga að gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs á Fljótsdalshéraði 2018.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs á Fljótsdalshéraði verði samþykkt. Gjaldskráin verði auglýst í B- deild Stjórnartíðinda að fengnu samþykki bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

7.Kvörtun vegna brots á samþykkt nr. 912/2015

201711054

Kvörtun frá Sonju Ólafsdóttur varðandi brot á Samþykkt
um kattahald og gæludýrahald annarra en hunda í sex sveitarfélögum á starfssvæði heilbrigðisnefndar Austurlandssvæðis.

Fyrir fundinum liggur tillaga að nýjum verklagsreglum varðandi föngun og vörslu gæludýra, athugsemd MAST vegna aflífunar dýrs og uppsagnarbréf dýraeftirlitsmanns.

Umhverfis- og framkæmdanefnd frestar afgreiðslu verklagsreglna.

Að öðru leiti vísar nefndin til yfirlýsingar bæjarstjóra varðandi málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Heilsueflandi samfélag, tilmæli frá stýrihópi

201710106

Fyrir liggur bréf frá stýrihópi Heilsueflandi samfélags á Fljótsdalshéraði dagsett 28. september 2017, þar sem nefndir og ráð sveitarfélagsins eru minnt á að hafa sjónarmið heilsueflingar í sinni víðustu mynd í huga við gerð starfsáætlana.


Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar ábendinguna. Að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsókn um stofnun lögbýlis/Brú 2

201711039

Lagt er fram erindi frá Stefáni Halldórssyni þar sem óskað er eftir meðmælum varðandi stofnun lögbýlis á jörðinni Brú 2 í Jökuldal.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við Bæjarstjórn að gefin verði jákvæð umsögn vegna stofnunar lögbýlis að Brú 2.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Hjólreiðastígar - heilsueflandi samfélag

201711030

Lagt fram erindi frá Sólveigu Heiðrúnu Stefánsdóttur varðandi hjólreiðastíga út úr bænum.


Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar ábendinguna, málið verði tekið upp í samráði við Vegagerðinna og hagsmunaaðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs

201711029

Lagt er fram bréf frá Umhverfisstofnun þar sem minnt er á upplýsingagjöf sveitastjórna við útgáfu og endurskoðun á svæðisáætlunum um meðhöndlun úrgangs.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að beina því til bæjarstjórnar að hafinn verði endurskoðun á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs. Núgildandi áætlun gildir til ársins 2020.
Að öðru leiti er erindið lagt fram til kynninar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Grásteinn, deiliskipulag

201703008

Fyrir fundinum liggur bréf Skipulagsstofnunar þar sem stofnuninn gerir athugsemdir við framsetningu tillögu að deiliskipulagi Grásteins. Einnig fylgja með umsagnir frá Minjastofnun Íslands og Heilbrigðiseftirliti Austurlands.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að athugsemdir Skipulagsstofnunnar ásamt fyrirliggjandi umsögnum verði sendar skipulagráðgjafa til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingu á húsnæði, Kaupvangur17

201711077

Fyrir liggur erindi frá Halldóri B. Warén þar sem óskað er eftir byggingarleyfi vegna breytinga á Kaupvangi 17, breyting innanhúss vegna reksturs gistiaðstöðu.


Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögnum hefur verið skilað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Beiðni um heimild til að nýta haugsett grjót við Lagarfossvirkjun

201711082

Beiðni frá Landsvirkjun um heimild til að nýta haugsett grjót við Lagarfossvirkjun til bakkavarna við Hól.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugsemd við að Landsvirkjun nýti efnið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 21:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?