Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

58. fundur 03. júlí 2025 kl. 10:00 - 11:25 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Jón Halldór Guðmundsson aðalmaður
  • Margrét Guðjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi sveitarstjóra

1.Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 202208012Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Jóni Halldórssyni þar sem óskað er eftir að sett verði á fót málþing í haust um mikilvægi Fjarðarheiðargangna. Dagmar Ýr sveitarstjóri mun sitja fundinn undir þessum lið.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

2.Starfshópur um undirbúning nýs Seyðisfjarðarskóla

Málsnúmer 202211079Vakta málsnúmer

Fyrir liggur lokatillaga að frumhönnun vegna stækkunar Seyðisfjarðarskóla ásamt fundargerðum starfshópsins.
Jónína Brynjólfsdóttir formaður byggingarnefndar fór yfir og kynnti lokatillögu að stækkun grunnskólans. Helstu breytingar frá þeirri tillögu sem kynnt var á íbúafundi fela í sér að skólinn verður á einni hæð, félagsmiðstöðin heldur sinni staðsetningu innan íþróttahúss, bygginging verður tengd og stækkuð í átt að íþróttahúsinu og áfram verða stærri viðburðir í sal Herðubreiðar.

Eins og í fyrri tillögu er gert ráð fyrir starfsemi tónlistarskólans, eldhúsi og mötuneyti fyrir starfsfólk og nemendur skólans og aðstöðu fyrir skólabókasafn. Heimastjórn fagnar þessari breytingatillögu og leggur til að heildstæð hönnun verði kynnt á íbúafundi í haust. Heimastjórn leggur einnig áherslu á að hönnun verði unnin hratt og örugglega svo hægt sé að bjóða verkið út strax á nýju ári.

Fundagerðir starfhópsins voru einnig lagðar fram til kynningar.

3.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Seyðisfirði

Málsnúmer 202301014Vakta málsnúmer

Baugur Bjólfs: Hafinn er uppsláttur og vinna að nýju við Baug Bjólfs, gengur allt eftir áætlun og eru áætluð verklok þar í september nk.

Göngustígurinn að Gufufossi: Allt á fullu með göngustíginn að Gufufossi, áætluð verklok þar er nóvember 2025.

Íbúakjarninn: Búið er að úthluta öllum íbúðum á Lækjargötunni sem er mjög ánægjulegt. því miður náðist ekki að malbika í júní eins og til stóð, en verður klárað í júlí á þessu ári.
Hafnargata 40b: Búið er að auglýsa að nýju Landamót (Hafnargötu 40b) til sölu. Flytja þarf húsið og býðst kaupanda lóð að Oddagötu 3 á Seyðisfirði. Tilboð þurfa að berast fyrir 15.júlí.

Varnagarðarnir: Framkvæmdir við garðanna eru á áætlun. Öldugarðurinn er að klárast núna í júlí og verða þá tveir garðar af þremur klárir. Bakkagarður klárast hins vegar ekki fyrr en á næsta ári ásamt frágangi á svæðinu. Í fráganginum stendur m.a. til að gera flotta hjólabraut fyrir ofan Fjarðargarðinn sem vonandi hittir vel í mark hjá ungviðum jafnt sem fullorðnum. Við garðinn er svo einnig stefnt að því að setja upplýsingar um fornleyfauppgröftinn og snjóflóðið mikla frá 1895 sem er eitt mannskæðasta snjóflóð sögunnar.
Húsbílastæðið: Framkvæmdum við húsbílastæði tvö við Öldugarinn er lokið. Verklok voru um miðjan júní og er stæðið komið í fulla notkun.

Hafaldan 50 ára: 21.júní sl. fagnaði farfuglaheimilið Hafaldan hálfrar aldar afmæli sínu. Farfuglaheimilið hefur starfað hér óslitið öll þessi 50 ár undir styrkri stjórn athafnakonunnar og frumkvöðulsins Þóru Guðmundsdóttur. Þóru er óskað til hamingju með þessi merku tímamót og henni þakkað fyrir hennar framlag í móta og bæta bæjarlíf Seyðisfjarðar síðustu 50 árin.

Fundi slitið - kl. 11:25.

Getum við bætt efni þessarar síðu?