Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

62. fundur 05. nóvember 2025 kl. 09:00 - 10:50 á skrifstofu sveitarfélagsins, Seyðisfirði
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Margrét Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Snorri Emilsson varamaður
Starfsmenn
  • Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi sveitarstjóra

1.Vinnuskóli 2025

Málsnúmer 202503073Vakta málsnúmer

Jón garðyrkjustjóri kom inn á fundinn og fór yfir hvernig til tókst með vinnu ungmenna og fegrun umhverfis.
Heimastjórn Þakkar Jóni fyrir komuna og gott samtal um störf ungmenna og fegrun umhverfis á liðnu sumri. Heimastjórn fagnar því að vinna við skipulag og undirbúning næsta sumars sé farin af stað.

2.Starfshópur um undirbúning nýs Seyðisfjarðarskóla

Málsnúmer 202211079Vakta málsnúmer

Fyrir lá til kynningar fundagerð frá starfshópi um stækkun Seyðisfjarðarskóla.
Lagt fram til kynningar

3.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Seyðisfirði

Málsnúmer 202301014Vakta málsnúmer

Framkvæmdir í Herðubreið: Framkvæmdir í Herðubreið eru á lokametrunum. Verið er m.a. að klára tengingu á nýrri hurð sem komin er upp í aðalinngangi, hurð að austan verðu ætti að koma upp úr miðjum nóv, brunavarnir alveg að klárast og er svo stefnt á að hægt verði að fara í vinnu við að setja upp „nýju“ bíóstólana fljótlega eftir áramótin.

Skemmtiferðaskip: Á þessu ári komu 91 skip til Seyðisfjarðar. Fjöldi farþega var 92.411 og áhafnameðlimir töldu 41.509. Tekjurnar af þessum skipum námu 204.011.357 kr. Á næsta ári eru 88 komur bókaðar.

Íbúafundur heimastjórnar: Haldinn var íbúafundur heimastjórnar 28.október sl. þar sem mæting var góð en alls mættu um 50 - 60 manns.
Hugrún Hjálmarsdóttir fór yfir og kynnti uppfærðar teikningar að nýbyggingu skólans. Áætlað er að hönnun og útboðsgögn verði tilbúin í maí 2026 og framkvæmdir geti hafist í júlí næsta sumar.
Atvinnu mál voru til umræðu á fundinum og þar kom m.a. fram að Fjarðarheiðargöng skipta gríðarlegu máli í framtíðaruppbyggingu og atvinnumálum fyrir Seyðisfjörð sem og sveitarfélagið í heild.
Sveitarstjóri fór lauslega yfir stöðuna m.a. hvernig mál standa með verkefnið sem samráðshópur um framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði vann að. Stefnir sveitarstjóri á fund með Gunnþóri Ingvasyni framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar á næstu dögum.
Urður Gunnarsdóttir verkefnastjóri Austurbrúar fór yfir tölulegar upplýsingar um atvinnulífið á Seyðisfirði. Farið var m.a. yfir hvers konar starfsemi er í bænum ? þróun og fjölda starfsmanna eftir atvinnugreinum 2020-2025 og sveiflur í atvinnulífinu.

Fundurinn gekk vel og var fólk almennt ánægt með spjallið.

Fundi slitið - kl. 10:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?