Fara í efni

Beiðni íbúa í Kelduskógum og Litluskógum um að lokað verði fyrir hringakstur í hverfinu.

Málsnúmer 202006029

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 134. fundur - 10.06.2020

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur beiðni frá íbúum Kelduskóga og Litluskóga um að lokað verði fyrir hringakstur í hverfinu.
Umferð um þessar götur er afar mikil sökum þess að hægt er að keyra hring og því hentug til að "rúnta" í gegn. Einnig hefur mikið borið á hraðakstri í báðum götum. Öll gangangdi umferð, t.d. grunnskólabarna úr Selbrekku, er til að mynda í gegnum Kelduskóga.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita álits sérfræðings í umferðar- og öryggismálum fyrir næsta fund.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 135. fundur - 24.06.2020

Farið yfir vinnu milli funda varðandi ósk íbúa og umferðaröryggi á Egilsstöðum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að beiðni verði tekin upp í endurskoðun umferðaröryggisáætlunar sem á að ljúka fyrir lok árs 2021, þar sem skoðaðar verði útfærslur á götu miðað við óskir íbúa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 7. fundur - 16.12.2020

Fyrir ráðinu liggur beiðni íbúa í Kelduskógum og Litluskógum á Egilsstöðum um að lokað verði fyrir hringakstur í hverfinu. Málið var áður á dagskrá umhverfis- og framkvæmdanefndar Fljótsdalshéraðs 24.6.2020 þar sem málinu var vísað til endurskoðunar umferðaröryggisáætlunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í að verða við beiðni íbúa með því að lokað verði tímabundið fyrir hringakstur um Kelduskóga og Litluskóga yfir sumarið 2021. Árangur af tilrauninni verði metinn í kjölfar hennar og ákvörðun tekin um framhaldið. Ráðið óskar jafnframt eftir umsögn heimastjórnar Fljótsdalshéraðs um beiðnina og tillögu ráðsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 3. fundur - 04.01.2021

Fyrir liggur beiðni íbúa í Kelduskógum og Litluskógum á Egilsstöðum um að lokað verði fyrir hringakstur í hverfinu. Málið var áður á dagskrá umhverfis- og framkvæmdanefndar Fljótsdalshéraðs 24.6.2020 þar sem málinu var vísað til endurskoðunar umferðaröryggisáætlunar.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 16. desember 2020 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í að verða við beiðni íbúa með því að lokað verði tímabundið fyrir hringakstur um Kelduskóga og Litluskóga yfir sumarið 2021. Árangur af tilrauninni verði metinn í kjölfar hennar og ákvörðun tekin um framhaldið. Ráðið óskar jafnframt eftir umsögn heimastjórnar Fljótsdalshéraðs um beiðnina og tillögu ráðsins.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs er sammála tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs og leggur til að lokað verði tímabundið fyrir hringakstur um Kelduskóga og Litluskóga yfir sumarið 2021. Árangur af tilrauninni verði metinn í kjölfar hennar og ákvörðun tekin um framhaldið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?