Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

7. fundur 16. desember 2020 kl. 08:30 - 12:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Stefán Bogi Sveinsson formaður
 • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
 • Jakob Sigurðsson aðalmaður
 • Oddný Björk Daníelsdóttir aðalmaður
 • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
 • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
 • Helgi Týr Tumason áheyrnarfulltrúi
 • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
Starfsmenn
 • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
 • Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála
 • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
 • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
 • María Markúsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta einu máli, Gjaldskrár og álagningarhlutföll 2021, við dagskrá fundarins og verður það nr. 1 á dagskránni.
Ekki voru gerðar athugasemdir við það.

Björn Ingimarsson sveitarstjóri sat fundinn í upphafi og undir fyrsta lið og gerði m.a. grein fyrir stöðu mála varðandi yfirstandandi hættuástand vegna skriðufalla á Seyðisfirði.

Hugrún Hjálmarsdóttir sat fundinn undir liðum 9, 10, 11 og 16.

1.Gjaldskrár og álagningarhlutföll 2021

Málsnúmer 202011082Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson hafnastjóri sat fundinn undir þessum lið og kynnti drög að gjaldskrám fyrir hafnirnar þrjár í Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlögð drög að gjaldskrám og felur hafnastjóra að ganga frá þeim og láta birta svo þær öðlist gildi um áramót.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs, Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 202010422Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur samantekt skipulagsráðgjafa á athugasemdum sem bárust við lýsinguna og tillaga að því hvernig brugðist verður við þeim.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu skipulagsráðgjafa að viðbrögðum við athugasemdum. Skipulagsráðgjafa er falið að vinna áfram að gerð vinnslutillögu að breytingu á aðalskipulagi, samhliða gerð umhverfismats fyrir framkvæmdina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Aðalskipulagsbreyting vegna námu í Stafdal

Málsnúmer 202011044Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur samantekt skipulagsráðgjafa á athugasemdum sem bárust við lýsinguna og tillaga að því hvernig brugðist verður við þeim.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta taka saman minnisblað um málið þar sem m.a. komi fram þær framkvæmdir og sú efnisþörf sem breytingunni er ætlað að svara, auk annarra mögulegra valkosta.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Seyðisfjörður_Hlíðarvegur deiliskipulag_óveruleg breyting

Málsnúmer 202012083Vakta málsnúmer

Formaður kynnti fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði hugmynd að óverulegri breytingu á deiliskipulagi við Hlíðarveg á Seyðisfirði. Breytingin er fólgin í því að breyta húsnúmerum á lóðum nr. 8 til 12, heimila parhús á lóðum númer 2, 4 og 6 og hugsanlega setja kröfur um grundun í greinargerð með skipulagi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta útbúa tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi í samræmi við þær hugmyndir sem kynntar voru á fundinum. Gögnin verði lögð fyrir næsta fund ráðsins þar sem afstaða verði tekin til grenndarkynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Gamla frystihúsið - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202010514Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu er lokið. Athugasemdir bárust frá tveimur nágrönnum. Í umsögn frá HAUST komu fram athugasemdir varðandi teikningar. Brunavarnir á Austurlandi og Minjastofnun Íslands gera í umsögnum sínum engar athugasemdir vegna fyrirhugaðra framkvæmda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að beina því til heimastjórnar Borgarfjarðar hvort ástæða sé til þess, í ljósi fram kominna athugasemda, að unnið verði deiliskipulag fyrir framkvæmdasvæðið eða fyrir miðsvæði þéttbýlisins í Borgarfirði í heild.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um óstofnaða lóð, Borgarfjörður eystri

Málsnúmer 202011194Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um að fá úthlutað lóð á Borgarfirði, en svæðið sem um ræðir er skilgreint sem opið svæði samkvæmt aðalskipulagi. Afgreiðslu erindisins var frestað á fundi ráðsins 2. desember.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa erindinu til heimastjórnar Borgarfjarðar til umsagnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsókn um lóð á við Bakkaveg, Borgarfirði

Málsnúmer 202012048Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um lóð nr. 26 við Bakkaveg á Borgarfirði. Deiliskipulag svæðisins hefur ekki verið staðfest en bíður eftir auglýsingu aðalskipulagsbreytingar í B-deild stjórnartíðinda.

Jónína Brynjólfsdóttir vék af fundi undir þessum lið, vegna tengsla við umsækjanda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar umsóknina en samþykkir að vísa henni frá að svo stöddu og bendir umsækjanda á að sækja um að nýju þegar skipulag hefur verið staðfest og lóðin auglýst laus til úthlutunar. Þetta er í samræmi við stefnumörkun umhverfis- og framkvæmdaráðs við úthlutun lóða.

Samþykkt með handauppréttingu með sex atkvæðum, einn (JB) var fjarverandi.

8.Djúpivogur Borgarland 54 Umsókn um lóð

Málsnúmer 202012063Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um lóð nr. 54 við Borgarland á Djúpavogi. Deiliskipulag svæðisins bíður auglýsingar í B-deild. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til úthlutunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar umsóknina en samþykkir að vísa henni frá að svo stöddu og bendir umsækjanda á að sækja um að nýju þegar skipulag hefur verið staðfest og lóðin auglýst laus til úthlutunar. Þetta er í samræmi við stefnumörkun umhverfis- og framkvæmdaráðs við úthlutun lóða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsókn um lóð undir spennistöð við Herði (Valgerðarstöðum)

Málsnúmer 202010624Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu er lokið. Athugasemdir bárust frá tveimur nágrönnum, HEF og SH fasteignum. Umsögn Minjastofnunar Íslands liggur fyrir og gerir stofnunin engar athugasemdir. Fyrir ráðinu liggja einnig drög að svörum við fram komnum athugasemdum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um stærð og staðsetningu lóðar, ásamt fyrirliggjandi drögum að svörum, og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Iðjusel 1, Umsókn um lóð

Málsnúmer 202011183Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá fyrirtækinu Jónsmenn ehf. um iðnaðarlóð að Iðjuseli 1 í Fellabæ, sem geymslulóð til að byrja með en með möguleika á að byggja þar iðnaðarhús síðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í ljósi skorts á iðnaðarlóðum til úthlutunar sér umhverfis- og framkvæmdaráð sér ekki fært að úthluta geymslulóðum. Umsókninni er því hafnað en framkvæmda- og umhverfismálastjóra er falið að vera áfram í sambandi við umsækjanda til að leitast við að finna aðra viðunandi lausn ef eftir því er óskað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Iðjusel 1, Umsókn um lóð

Málsnúmer 202011158Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá fyrirtækinu Véltækni hf. um iðnaðarlóð að Iðjuseli 1 í Fellabæ, til að byggja þar iðnaðarhúsnæði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að úthluta lóðinni með öllum hefðbundnum skilmálum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Umsókn um lóð, Klettasel 2-4

Málsnúmer 202012051Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um lóðina Klettasel 2-4 á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að úthluta lóðinni með öllum hefðbundnum skilmálum. Jafnframt er framkvæmda- og umhverfismálastjóra falið að ganga frá uppgjöri vegna fyrri framkvæmda á lóðinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Miðás 15 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202011171Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir dúkskemmu á lóðinni nr. 15 við Miðás. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að láta fara fram grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Grenndarkynna skal fyrir lóðahöfum að Miðási 11, 13, 17, 19, 21, 23 og 25. Umsagnaraðilar: Brunavarnir á Austurlandi, HAUST, Vinnueftirlitið og Minjastofnun Íslands.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Faxatröð 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202010539Vakta málsnúmer

Málið var áður tekið fyrir á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 2. desember. Fyrir ráðinu liggja drög að svörum við athugasemdum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að svörum við athugasemdum og vísar þeim til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu. Skipulagsfulltrúa er falið að afla nánari upplýsinga frá umsækjanda í samræmi við það sem boðað er í svörum við athugasemdum og leggja málið fyrir ráðið að nýju þegar þeirra hefur verið aflað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Beiðni íbúa í Kelduskógum og Litluskógum um að lokað verði fyrir hringakstur í hverfinu.

Málsnúmer 202006029Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur beiðni íbúa í Kelduskógum og Litluskógum á Egilsstöðum um að lokað verði fyrir hringakstur í hverfinu. Málið var áður á dagskrá umhverfis- og framkvæmdanefndar Fljótsdalshéraðs 24.6.2020 þar sem málinu var vísað til endurskoðunar umferðaröryggisáætlunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í að verða við beiðni íbúa með því að lokað verði tímabundið fyrir hringakstur um Kelduskóga og Litluskóga yfir sumarið 2021. Árangur af tilrauninni verði metinn í kjölfar hennar og ákvörðun tekin um framhaldið. Ráðið óskar jafnframt eftir umsögn heimastjórnar Fljótsdalshéraðs um beiðnina og tillögu ráðsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Rafskútuleiga á Egilsstöðum

Málsnúmer 202011009Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Fjallamönnum Austurlands ehf. varðandi mögulega opnun rafskútuleigu á Egilsstöðum í samstarfi við Hopp Reykjavík.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráðs tekur jákvætt í erindið og vísar því til heimastjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Jökuldalsvegur (923) Gilsá að Arnórsstöðum - beiðni um umsögn

Málsnúmer 202012046Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að umsögn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að umsögn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Austurlands 2020

Málsnúmer 202010565Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

19.Þjóðgarður á miðhálendi - Mótmæli, Bláskógarbyggð

Málsnúmer 202012033Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

20.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Múlaþings - 1

Málsnúmer 2010009FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

21.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Múlaþings - 2

Málsnúmer 2010030FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

22.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Múlaþings - 3

Málsnúmer 2011013FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

23.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Múlaþings - 4

Málsnúmer 2012008FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?