Fara í efni

Sameining veitustofnana við Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 202010014

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 1. fundur - 07.10.2020

Til máls tóku: Björn Ingimarsson sem kynnti tillöguna. Stefán Bogi Sveinsson, sem bar fram fyrirspurn og Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir að vatnsveitur og fráveitur Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Djúpavogshrepps sem hafa verið reknar sem B-hlutafyrirtæki sveitarsjóðanna, verði sameinaðar og færðar undir Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf, ásamt hitaveitu Djúpavogshrepps. Yfirfærslan miðist við bókfært verð eigna og skulda í lok september 2020.

Það eigið fé sem færist til HEF við yfirfærsluna skal
færast til hækkunar á hlutafé HEF, þ.e. mismunur á bókfærðu verði eigna
og þeirra skulda sem fylgja.

Innri viðskiptastöður, þ.e. kröfur og skuldir við tengda aðila, færast ekki til HEF í tengsl um við yfirfærsluna.

Yfirfærsla eigna og skulda til HEF miðast við 1. október 2020 og byggir á bókfærðum verðum eigna og skulda 30. september 2020.

Sveitarstjóra er falið að fylgja samþykkt þessari eftir í samstarfi við stjórnir og framkvæmdastjóra HEF og Hitaveitu Djúpavogshrepps.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Getum við bætt efni þessarar síðu?