Fara í efni

Umsókn um framkvæmdarleyfi,skógrækt í landi Engilækjar

Málsnúmer 202010321

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 4. fundur - 18.11.2020

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar í landi Engilækjar í Hjaltastaðaþinghá. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna áformin í samræmi við 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnaraðilar eru: Minjastofnun, Umhverfisstofnun og Skógræktin. Grenndarkynning nái til eigenda aðliggjandi jarða: Eylands, Hrollaugsstaða, Jórvíkur og Klúku.
Í ljósi staðsetningar skulu áformin einnig kynnt á heimasíðu sveitarfélagsins og íbúum gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum meðan grenndarkynning fer fram.
Umsækjanda er bent á að afla undirritaðs samþykkis annarra eigenda jarðarinnar fyrir áformunum, sem lagt verði fram með umsókninni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?