Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

4. fundur 18. nóvember 2020 kl. 08:30 - 11:50 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Jakob Sigurðsson aðalmaður
  • Oddný Björk Daníelsdóttir aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Týr Tumason áheyrnarfulltrúi
  • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
  • Ævar Orri Eðvaldsson varamaður
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála
  • Sigurður Jónsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála
Björn Ingimarsson hafnastjóri Múlaþings sat fundinn undir fyrstu þremur liðum hans.

1.Hafnarmál í Múlaþingi

Málsnúmer 202011094Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson sveitarstjóri kom fyrir ráðið og gerði grein fyrir stjórnun hafnamála hjá sveitarfélaginu. Farið var yfir helstu verkefni sem framundan eru í höfnunum.

Umhverfis- og framkvæmdaráð er hafnarstjórn sveitarfélagsins, í skilningi Hafnalaga nr. 61/2003. Þó fer viðkomandi heimastjórn með heimildir hafnarstjórnar varðandi skipulagsgerð á hafnarsvæði, samanber 5. mgr. laganna.

Sveitarstjóri er jafnframt hafnastjóri. Undir hann heyra starfsmenn sem sinna daglegum rekstri hverrar hafnar fyrir sig.
Seyðisfjarðarhöfn: Rúnar Gunnarson, yfirhafnarvörður
Djúpavogshöfn: Stefán Guðmundsson, hafnarvörður
Borgarfjarðarhöfn: Jón Þórðarson, fulltrúi sveitarstjóra

Lagt fram til kynningar.

2.Hafnasambandsþing 2020.

Málsnúmer 202011090Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð fyrir Hafnasambandsþing 2020, sem haldið verður 27. nóvember nk, ásamt tillögum að ályktunum sem fyrir þingið verða lagðar til afgreiðslu. Einnig listi yfir fjölda fulltrúa á þinginu, en hafnir Múlaþings tilnefna 5 fulltrúa til setu þar. Þingið fer að þessu sinni fram í gegnum fjarfundabúnað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að hafnastjóri og stjórnendur hverrar hafnar, auk eins kjörins fulltrúa, sæki þingið. Það verði eftirtalin:
Björn Ingimarsson
Rúnar Gunnarsson
Stefán Guðmundsson
Jón Þórðarson
Oddný Björk Daníelsdóttir

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Samráðsgátt. Frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 612003

Málsnúmer 202011076Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Hafnasambandi Íslands þar sem athygli er vakin á því að í samráðsgátt stjórnvalda eru nú til umsagnar drög að breytingu á Hafnalögum. Frestur til að skila umsögn í samráðsgátt er til 23. nóvember.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela hafnastjóra að gera umsögn um málið og skila inn í samráðsgátt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Nýjar iðnaðarlóðir á Egilsstöðum og Fellabæ

Málsnúmer 202011066Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur minnisblað framkvæmda- og umhverfismálastjóra um lausar iðnaðarlóðir á Egilsstöðum og í Fellabæ. Fram kom að aðeins ein lóð er nú laus til úthlutunar, í Iðjuseli í Fellabæ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir eftirfarandi aðgerðir til að bregðast við þeirri stöðu sem fram kemur í minnisblaðinu:

1. Ráðið felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að hefja þegar formlegt ferli innköllunar lóða við Miðás, sem úthlutað hefur verið en ekki hefur verið byggt á. Á þetta við um lóðirnar Miðás 15, 17, 27-29 og 39.

2. Ráðið felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta stofna iðnaðarlóðir samkvæmt gildandi deiliskipulagi við Selhöfða. Einnig að hefja nauðsynlegan undirbúning framkvæmda á svæðinu, meðal annars með því að láta mæla jarðdýpt á fyrirhuguðum byggingarlóðum.

3. Ráðið samþykkir að óska eftir því við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að gert verði deiliskipulag fyrir iðnaðar- og athafnasvæði á hluta af landi Ekkjufellssels, norðaustan hringvegar, sem sveitarfélagið hefur forræði yfir samkvæmt leigusamningi.

4. Ráðið samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að kanna möguleika á gerð nýrra iðnaðarlóða samkvæmt gildandi deiliskipulagi við Brúnás, með viðræðum við landeigendur og, með þeirra samþykki, að láta mæla jarðdýpt á fyrirhuguðum byggingarlóðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Breyting á deiliskipulagi Flugvallar

Málsnúmer 202010567Vakta málsnúmer

Auglýsingu skipulagstillögu er lokið. Frestur til að skila athugasemdum við breytingu á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar var til 23. október 2020. Umsögn barst frá Minjastofnun Íslands en engar athugasemdir bárust. Málið var áður á dagskrá og afgreitt af umhverfis- og framkvæmdaráði 28. október sl. en er nú tekið fyrir að nýju vegna mistaka við fyrri afgreiðslu þess.

Við auglýsingu tillögunnar var tilgreint að ekki þyrfti að ítreka áður gerðar athugasemdir. Vegna þessa liggja nú fyrir ráðinu athugasemdir sem fram komu á fyrri stigum, en fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til þeirra og gera tillögur að svörum sem tekin verða til afgreiðslu af heimastjórn. Fyrir fundinum liggja drög að svörum við fram komnum athugasemdum.

Eftirfarandi athugasemdir liggja fyrir:
1. Áhugahópur um umhverfi Egilsstaðaflugvallar, dags. 12. júlí 2018.
2. Samgöngustofa, dags. 10. júlí 2018.
3. Minjastofnun Íslands, dags. 23. júlí 2018.
4. Vegagerðin, dags. 20. júlí 2018.
5. Eigendur og ábúendur á Egilsstöðum 1, ódagsett, mótt. 11. júlí 2018 og ódagsett, lagt fram á fundi 10. desember 2018.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir fyrirliggjandi drög að svörum við athugasemdum við tillöguna. Jafnfram samþykkir ráðið fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi og vísar henni, ásamt svörunum, til heimastjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Miðás 12 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202011061Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Bílaverkstæði Austurlands um leyfi fyrir viðbyggingu. Jafnframt er lagt fram undirritað samþykki nágranna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Í ljósi fyrirliggjandi samþykkis allra nágranna sem ráðið telur að orðið geti fyrir grenndaráhrifum af framkvæmdinni, telur umhverfis- og framkvæmdaráð óhætt að líta svo á að fram hafi farið ígildi grenndarkynningar sbr. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar málinu til heimastjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Vesturvegur 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202010499Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings liggur umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi vegna breytinga á íbúðarhúsi við Vesturveg 4 á Seyðisfirði í verslunar og þjónustuhús. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.

Stefán Bogi Sveinsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar vegna tengsla við umsækjanda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna áformin í samræmi við 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnaraðilar eru Minjastofnun, Vinnueftirlitið, HAUST og Brunavarnir á Austurlandi. Grenndarkynning nái til eigenda eftirtalinna fasteigna: Norðurgötu 2, 6, 8, 10, 3, 5 og 7, Vesturvegar 1, 3, 3b, 5, 7 og 8 og Ránargötu 1 og 3. Í ljósi staðsetningar skulu áformin einnig kynnt á heimasíðu sveitarfélagsins og íbúum gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum meðan grenndarkynning fer fram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með sex atkvæðum, einn var fjarverandi (SBS).

8.Skólavegur 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202011018Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn sveitarfélagsins um byggingarleyfi fyrir aukaskólastofur við Skólaveg 1, Rauðaskóla á Seyðisfirði. Um er að ræða tilbúnar samsettar húseiningar úr timbri sem staðsettar verða á áður steyptum grunni sem ætlaður er fyrir viðbyggingu skólahúsnæðis. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna áformin í samræmi við 44. gr Skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnaraðilar eru Vinnueftirlitið, Haust og Brunavarnir á Austurlandi. Grenndarkynning nái til eigenda eftirtalinna fasteigna: Austurvegar 12 og 12B, Miðtúns 11, 13 og 16, Túngötu 4, 6, 8, 9, 10 og 11 og Suðurgötu 2. Í ljósi staðsetningar skulu áformin einnig kynnt á heimasíðu sveitarfélagsins og íbúum gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum meðan grenndarkynning fer fram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsókn um framkvæmdarleyfi,skógrækt í landi Engilækjar

Málsnúmer 202010321Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar í landi Engilækjar í Hjaltastaðaþinghá. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna áformin í samræmi við 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnaraðilar eru: Minjastofnun, Umhverfisstofnun og Skógræktin. Grenndarkynning nái til eigenda aðliggjandi jarða: Eylands, Hrollaugsstaða, Jórvíkur og Klúku.
Í ljósi staðsetningar skulu áformin einnig kynnt á heimasíðu sveitarfélagsins og íbúum gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum meðan grenndarkynning fer fram.
Umsækjanda er bent á að afla undirritaðs samþykkis annarra eigenda jarðarinnar fyrir áformunum, sem lagt verði fram með umsókninni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Unalækur A-13 stofnun lóðar

Málsnúmer 202011036Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um landskipti, þ.e. um skráningu tveggja landeigna á lóðum nr. A13 og A15 í landi Unalækjar. Beiðnin er í samræmi við gildandi deiliskipulag.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindið og vísar því til heimastjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa, Bláargerði 8-10

Málsnúmer 202010478Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur beiðni um afslátt af gatnagerðargjöldum vegna kostnaðarsamrar grundunar á lóðinni Bláargerði 8-10 vegna mikillar jarðvegsdýptar. Einnig liggur fyrir samantekt á gildandi reglum og framkvæmd við veitingu afsláttar af þessu tagi á Fljótsdalshéraði, Seyðisfirði, Djúpavogi og Akureyri.

Eftirfarandi tillaga er lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að miða við að eðlilegt sé að dýpt jarðvegs undir botnplötu við byggingu íbúðarhúsnæðis sé innan við 3 metrar. Í ljósi þessa, og með hliðsjón af reglum Akureyrarkaupstaðar um útreikning afsláttar, samþykkir ráðið að veita umsækjanda 20% afslátt af gatnagerðargjöldum vegna Bláargerðis 8-10.

Jafnframt felur umhverfis- og framkvæmdaráð framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta vinna drög að reglum um afslátt af lóða- og gatnagerðargjöldum hjá sveitarfélaginu og leggja þau fyrir ráðið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Gjaldskrár og álagningarhlutföll 2021

Málsnúmer 202011082Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að nýrri gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs í Múlaþingi 2021.

Málið er í vinnslu.

13.Reglur um lagnir

Málsnúmer 202011074Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að reglum um lagnir í þéttbýli í Múlaþingi.

Málinu frestað til næsta fundar.

14.Umsóknir Múlaþings um styrki til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða 2020

Málsnúmer 202011024Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar umsóknir sveitarfélagsins um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða í ár. Jafnframt farið yfir þær umsóknir sem sveitarfélaginu er kunnugt um að hafi farið frá einkaaðilum vegna verkefna innan sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð felur verkefnastjóra umhverfismála að kanna grundvöll fyrir gerð áfangastaðáætlunar fyrir sveitarfélagið í samstarfi við heimastjórnir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Tillaga að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 til kynningar.

Málsnúmer 202011093Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tillaga Skipulagsstofnunar að viðauka við Landsskipulagsstefnu. Fram kom að tillagan verður kynnt í gegnum Facebook-síðu stofnunarinnar fimmtudaginn 19. nóvember milli kl. 14-16. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 8. janúar næstkomandi.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?