Fara í efni

Samþykktir um starfskjör kjörinna fulltrúa

Málsnúmer 202010402

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 2. fundur - 14.10.2020

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson, sem bar fram fyrirspurn. Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurn. Eyþór Stefánsson, sem bar fram aðra fyrirspurn, Þröstur Jónsson, sem bar fram fyrirspurn. Jódís Skúladóttir, Elvar Snær Kristjánsson, Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurnum, Björn Ingimarsson, Jódís Skúladóttir, Þröstur Jónsson, Vilhjálmur Jónsson, Kristjana Sigurðardóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Jakob Sigurðsson, Kristjana Sigurðardóttir og Eyþór Stefánsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn staðfestir framlagða tillögu að samþykkt um starfskjör kjörinna fulltrúa hjá Múlaþingi. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að styrkur til tækjakaupa skv. 2. mgr. 14. gr. samþykktarinnar verði kr. 150.000 og að símastyrkur skv. sama ákvæði verði kr. 5.000.

Samþykkt með handauppréttingu með 10 atkv. en 1 sat hjá (JóS)

Byggðaráð Múlaþings - 74. fundur - 14.02.2023

Til umfjöllunar er tillaga að breytingu á samþykktum um starfskjör kjörinna fulltrúa hjá Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur til við sveitarstjórn að við 8. gr. samþykkta um starfskjör kjörinna fulltrúa hjá Múlaþingi verði eftirfarandi bætt:
Víki aðalfulltrúi af fundi undir sérstökum dagskrárlið sökum vanhæfis í einstökum málum skal slíkt ekki hafa skerðandi áhrif á þóknun viðkomandi. Taki varafulltrúi sæti aðalfulltrúa á fundi undir sérstökum dagskrárlið skal viðkomandi greidd þóknun sem nemur 1/3 af 3% af grunni.

Samþykkt samhljóða án atkvæðgreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 34. fundur - 15.03.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi byggðaráðs Múlaþings, dags. 14.02.23, þar sem vísað er til sveitarstjórnar tillaga að breytingu á samþykktum um starfskjör kjörinna fulltrúa hjá Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að við 6. og 8. gr. samþykkta um starfskjör kjörinna fulltrúa hjá Múlaþingi verði eftirfarandi bætt: Víki aðalfulltrúi af fundi undir sérstökum dagskrárlið sökum vanhæfis í einstökum málum skal slíkt ekki hafa skerðandi áhrif á þóknun viðkomandi. Taki varafulltrúi sæti aðalfulltrúa á fundi undir sérstökum dagskrárlið skal viðkomandi greidd þóknun sem nemur 1/3 af 3% af grunni. En niður falli textinn: Taki varafulltrúi sæti aðalfulltrúa hluta úr fundi sveitarstjórnar/fastanefndar skal skipta þóknun fyrir fundarsetu jafnt á milli aðal- og varafulltrúa. Skrifstofustjóra falið að uppfæra samþykkt um starfskjör kjörinna fulltrúa hjá Múlaþingi samkvæmt afgreiðslu sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 84. fundur - 16.05.2023

Fyrir liggja uppfærðar tillögur að samþykktum um starfskjör kjörinna fulltrúa hjá Múlaþingi þar sem bætt hefur verið inn í 13.gr. nánari skýringum á greiðslum vegna ferðakostnaðar sveitarstjórnarfulltrúa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi uppfærðar tillögur að samþykktum um starfskjör kjörinna fulltrúa hjá Múlaþingi og vísar þeim til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Samþykkt án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 37. fundur - 14.06.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi byggðaráðs Múlaþings, dags. 16.05.23, varðandi samþykktir um starfskjör kjörinna fulltrúa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu byggðaráðs staðfestir sveitarstjórn Múlaþings fyrirliggjandi uppfærðar tillögur að samþykktum um starfskjör kjörinna fulltrúa hjá Múlaþingi og felur skrifstofustjóra sjá til að þær verði virkjaðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?