Fara í efni

Samþykktir um starfskjör kjörinna fulltrúa

Málsnúmer 202010402

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 2. fundur - 14.10.2020

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson, sem bar fram fyrirspurn. Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurn. Eyþór Stefánsson, sem bar fram aðra fyrirspurn, Þröstur Jónsson, sem bar fram fyrirspurn. Jódís Skúladóttir, Elvar Snær Kristjánsson, Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurnum, Björn Ingimarsson, Jódís Skúladóttir, Þröstur Jónsson, Vilhjálmur Jónsson, Kristjana Sigurðardóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Jakob Sigurðsson, Kristjana Sigurðardóttir og Eyþór Stefánsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn staðfestir framlagða tillögu að samþykkt um starfskjör kjörinna fulltrúa hjá Múlaþingi. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að styrkur til tækjakaupa skv. 2. mgr. 14. gr. samþykktarinnar verði kr. 150.000 og að símastyrkur skv. sama ákvæði verði kr. 5.000.

Samþykkt með handauppréttingu með 10 atkv. en 1 sat hjá (JóS)
Getum við bætt efni þessarar síðu?