Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

84. fundur 16. maí 2023 kl. 08:30 - 10:50 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi að stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2023

Málsnúmer 202301003Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

2.Samþykktir um starfskjör kjörinna fulltrúa

Málsnúmer 202010402Vakta málsnúmer

Fyrir liggja uppfærðar tillögur að samþykktum um starfskjör kjörinna fulltrúa hjá Múlaþingi þar sem bætt hefur verið inn í 13.gr. nánari skýringum á greiðslum vegna ferðakostnaðar sveitarstjórnarfulltrúa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi uppfærðar tillögur að samþykktum um starfskjör kjörinna fulltrúa hjá Múlaþingi og vísar þeim til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Samþykkt án atkvæðagreiðslu.

3.Skriðuföll á Seyðisfirði

Málsnúmer 202012168Vakta málsnúmer

Fyrir liggur svar umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis varðandi kostnað við flutning húsa á Seyðisfirði þar sem fram kemur m.a. að ekki sé ástæða til að uppfæra það kostnaðarmat er unnið var í september 2021 og að framlag ríkisins, 190 m.kr., feli í sér allan kostnað við flutning húsa og 50% af kostnaði við endurbyggingu á nýjum stað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings beinir því til ríkisstjórnar að tekin verði til endurskoðunar sú ákvörðun að einungis verði komið að 50% af kostnaði við endurbyggingu Angró og Wathnehúss á Seyðisfirði. Um er að ræða friðuð hús sem hafa mikið menningarsögulegt gildi. Fyrir liggja tillögur ráðgjafanefndar um færslu húsa á Seyðisfirði þar sem þessum tveimur húsum er fundin vænleg framtíðarstaðsetning á öruggu svæði og er óskað eftir því, í ljósi sögulegs gildis umræddra húsa, að fjárframlag ríkisins standi undir kostnaði við flutning og endurbyggingu húsanna. Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

Samþykkt án atkvæðagreiðslu.

4.Reglur um gististaði

Málsnúmer 202112197Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tillögur að reglum Múlaþings um gististaði innan sveitarfélagsins.

Í vinnslu.

5.Kaupvangur 11, Bragginn

Málsnúmer 202211111Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi þar sem lýst er áhuga á kaupum á bragganum við Sláturhúsið sem yrði nýttur undir verslun og veitingaþjónustu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að láta afla frekari gagna varðandi málið og verður það tekið til frekari umfjöllunar ásamt öðrum hugmyndum, er fram hafa komið, er öll gögn liggja fyrir.

Samþykkt án atkvæðagreiðslu.

6.Fundir sveitarstjórnar, ráða og heimastjórna í ágúst til desember 2023

Málsnúmer 202305150Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að fundadagatali sveitarstjórnar, ráða og heimastjórna fyrir seinni hluta þessa árs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fundadagar byggðaráðs í ágúst verði 8., 22. og 29. ágúst og að fundadagar aðra mánuði verði samkvæmt fyrirliggjandi tillögu.

Samþykkt án atkvæðagreiðslu.

7.Skógardagurinn mikli 2023, styrkbeiðni

Málsnúmer 202303214Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga frá atvinnu- og menningarmálastjóra og verkefnastjóra menningarmála varðandi afgreiðslu á styrkumsókn vegna Skógardagsins mikla í Hallormsstaðaskógi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu um að veittur verði styrkur upp á kr. 500.000,- af lið 05719 vegna Skógardagsins mikla á þessu ári. Varðandi mögulega styrkveitingu á árinu 2024 og langtímasamnings vísar byggðaráð ákvörðun varðandi það til vinnslu við og afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024 og 2025-2027. Atvinnu- og menningarmálastjóra falin afgreiðsla málsins.

Samþykkt án atkvæðagreiðslu.

8.Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202302128Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, dags. 13.04.2023, 21.04.2023 og 11.05.2023.

Lagt fram til kynningar.

9.Ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga 2022

Málsnúmer 202305042Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga fyrir árið 2022.

Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202301190Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags.28.04.2023.

Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir stjórnarfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202301167Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir stjórnar Samtaka sjávarútvegsveitarfélaga, dags. 15.02.2023 og 19.04.2023.

Lagt fram til kynningar.

12.Fundagerðir stjórnar - Tækniminjasafn Austurlands 2023

Málsnúmer 202305117Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir stjórnar Tækniminjasafns Austurlands, dags. 08.12.2022, 23.02.2023 og 07.05.2023.

Lagt fram til kynningar.

13.Fundagerðir stjórnar, Minjasafn Austurland 2023

Málsnúmer 202303103Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð aðalfundar Minjasafns Austurlands 08.05.2023.

Lagt fram til kynningar.

14.Aðalfundur stjórnar Minjasafns Austurlands

Málsnúmer 202305154Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ársreikningur Minjasafns Austurlands bs fyrir árið 2022 og Árskýrsla 2022.

Lagt fram til kynningar.

15.Kynjahlutföll í ráðum og nefndum sveitarfélaganna

Málsnúmer 202304169Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Jafréttisstofu varðandi skipan í nefndir Múlaþings auk svara f.h. sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

16.17. júní á Fljótsdalshéraði 2023

Málsnúmer 202305153Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá fimleikadeild Hattar þar sem óskað er eftir hækkun á framlagi Múlaþings til að halda utan um hátíðarhöld á 17. júní á Egilsstöðum.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að orðið verði við hækkun framlags til fimleikadeildar Hattar til að halda utan um hátíðarhöld á 17. júní á Egilsstöðum í ár úr 1,5 m.kr. í 1,7 m.kr. að því gefnu að slíkt rúmist innan samþykktrar fjárhagsáætlunar fyrir 2023. Atvinnu- og menningarmálastjóra falin afgreiðsla málsins.
Þá mælist Byggðaráð góðfúslega til þess að þjóðsöngur Íslands; "Ó, guð vors lands" verði fluttur amk. einu sinni á hátíðarhöldunum og þá helst við inngöngu Fjallkonunnar.

Tillagan felld með 3 atkvæðum og 2 sátu hjá (HÞ, ÍKH)


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að orðið verði við hækkun framlags til fimleikadeildar Hattar til að halda utan um hátíðarhöld á 17. júní á Egilsstöðum í ár úr 1,5 m.kr. í 1,7 m.kr. að því gefnu að slíkt rúmist innan samþykktrar fjárhagsáætlunar fyrir 2023. Atvinnu- og menningarmálastjóra falin afgreiðsla málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
17 júní er þjóðhátíðardagur Íslenskrar þjóðar sem á sér þjóðsönginn „Ó, guð vors lands“. Það er viðeigandi að hann sé fluttur við 17. júní hátíðarhöld, öðrum atburðum fremur. Því er það undarlegt að Byggðaráð Múlaþings felldi breytingartillögu mína.

Fundi slitið - kl. 10:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?