Fara í efni

Deiliskipulag, Selskógur

Málsnúmer 202010441

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 8. fundur - 03.05.2021

Fyrir liggur til kynningar vinnslutillaga að deiliskipulagi fyrir Selskóg.

Á fundinn undir þessum lið mætti Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála á umhverfis- og framkvæmdasviði sem kynnti deiliskipulagstillöguna sem er í lokaferli.

Heimastjórn Fljótsdalhéraðs leggur áherslu á að samhliða vinnslu deiliskipulagsins fyrir Selskóg verði hafin vinna við undirbúning að uppbyggingu á svæðinu og að gert verði ráð fyrir fjármögnun til hennar í fjárhagsáætlun 2022 og langtímaáætlun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 22. fundur - 19.05.2021

Fornleifaskráning vegna deiliskipulags í Selskógi lögð fram til kynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að láta vinna tillögu deiliskipulagsins áfram í samræmi við athugasemdir, umsagnir og fornleifaskráningu svæðisins. Einnig verði hugað að nýrri staðsetningu fyrirhugaðrar göngubrúar. Tillagan í breyttri mynd verður lögð á ný fyrir ráðið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?