Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

22. fundur 19. maí 2021 kl. 08:30 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Karl Sigfús Lauritzson varamaður
  • Oddný Björk Daníelsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Týr Tumason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
  • Sigurður Jónsson starfsmaður
  • Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála
  • Vordís Svala Jónsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari umhverfis- og framkvæmdasviðs
Vordís Svala Jónsdóttir verkefnastjóri fjármála sat fundinn undir lið nr. 1, Sigurður Jónsson sat fundinn undir liðum nr. 4-15 og Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála sat fundinn undir lið nr. 16.

1.Lausar byggingarlóðir Múlaþingi

Málsnúmer 202102126Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fór yfir lista yfir lausar byggingarlóðir í Múlaþingi, útreikning gatnagerðargjalda og afslætti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að leggja fram drög að breytingum á afslætti af gatnagerðargjöldum til þess að sníða af þeim helstu vankanta sem komið hafa fram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdaráðs

Málsnúmer 202011150Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnti tillögur að breytingu á fjárfestingaáætlun. Lagðar eru til eftirfarandi breytingar:

Sparkvöllur á Egilsstöðum-suðursvæði, 2 milljónir til að koma hitaspíral í völlinn, tekið af liðnum "Annað óskilgreint".
Egilsstaðaskóli sérúrræði, tekið af liðunum "Annað óskilgreint" 1 milljón og "Íþróttamiðstöð Egilsstöðum útisturtur" 3 milljónir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingum á fjárfestingaáætlun ársins 2021.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fyrirspurn um byggingarlóðir á Egilsstöðum

Málsnúmer 202105173Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá áhugahópi um uppbyggingu fjölbýlishúss fyrir eldri borgara með aðstöðu fyrir sameiginlega þjónustu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fagnar hugmyndum hópsins og felur skipulagsfulltrúa að vera áfram í sambandi við hann um næstu skref. Að mati ráðsins er við verkefnið meðal annars hægt að horfa til nýs skipulags miðbæjar, breytinga á skipulagi Norðvestursvæðis Egilsstaða, í nágrenni við Blómvang og fleiri svæða á Egilsstöðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Borgarfjörður Deiliskipulag, Gamla Frystihúsið

Málsnúmer 202105092Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi fyrir reit Gamla Frystihússins á Borgarfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi tillaga að deiliskipulagi verði auglýst samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi sama svæðis, sbr. 1. og 2 mgr. 41. gr. laga nr. 123/2010. Málinu er vísað til heimastjórnar Borgarfjarðar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Seyðisfjörður_Deiliskipulag íbúðasvæði við Garðarsveg

Málsnúmer 202102069Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til athugasemda og umsagna sem borist hafa við deiliskipulagstillögu.

Í vinnslu.

6.Deiliskipulag, Selskógur

Málsnúmer 202010441Vakta málsnúmer

Fornleifaskráning vegna deiliskipulags í Selskógi lögð fram til kynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að láta vinna tillögu deiliskipulagsins áfram í samræmi við athugasemdir, umsagnir og fornleifaskráningu svæðisins. Einnig verði hugað að nýrri staðsetningu fyrirhugaðrar göngubrúar. Tillagan í breyttri mynd verður lögð á ný fyrir ráðið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Hammersminni 2 - Tilkynning um framkvæmdarleyfi undanþegnar byggingarleyfi

Málsnúmer 202104108Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til auglýsingar um fyrirhugaða framkvæmd á verndarsvæði í byggð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að auglýsa fyrirhugaða framkvæmd í samræmi við ákvæði 4. mgr. 6. gr. laga nr. 87/2015 um verndarsvæði í byggð. Auglýst verði á heimasíðu sveitarfélagsins og í opinberu rými á Djúpavogi. Auglýsingatími verði tvær vikur. Að honum loknum verði málinu vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Dalskógar 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202103191Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur umsókn um byggingaráform sem eru tilkynningaskyld. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr. sbr. 2. mgr. 43. laga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum Dalskóga 5b og 9. Umsagnaraðili eru Brunavarnir á Austurlandi. Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að stytta kynningartíma í samræmi við 3. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsókn um framkvæmdaleyfi, ljósleiðari í Hjaltastaðaþinghá og Hróarstungu

Málsnúmer 202105088Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá HEF veitum um framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðara í Hjaltastaðaþinghá og Hróarstungu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um framkvæmdaleyfi, en leggur til að útgáfa þess verði skilyrt við að framkvæmdaraðili afli staðfests samþykkis landeigenda á hverjum stað fyrir framkvæmdinni. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu og minnt á að heimastjórn tekur einnig afstöðu til matsskyldu framkvæmda í þeim tilfellum sem framkvæmdir falla í c-flokk í reglugerð um mat á umhverfisáhrifum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um framkvæmdaleyfi, ljósleiðari í Skriðdal

Málsnúmer 202105134Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá HEF veitum um framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðara í Skriðdal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um framkvæmdaleyfi, en leggur til að útgáfa þess verði skilyrt við að framkvæmdaraðili afli staðfests samþykkis landeigenda á hverjum stað fyrir framkvæmdinni. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu og minnt á að heimastjórn tekur einnig afstöðu til matsskyldu framkvæmda í þeim tilfellum sem framkvæmdir falla í c-flokk í reglugerð um mat á umhverfisáhrifum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Ljósleiðari að Núpi í Berufirði

Málsnúmer 202104259Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn frá Orkufjarskiptum hf. um framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara að Núpi í Berufirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um framkvæmdaleyfi, en leggur til að útgáfa þess verði skilyrt við að framkvæmdaraðili afli staðfests samþykkis landeigenda á hverjum stað fyrir framkvæmdinni. Málinu er vísað til heimastjórnar Djúpavogs til afgreiðslu og minnt á að heimastjórn tekur einnig afstöðu til matsskyldu framkvæmda í þeim tilfellum sem framkvæmdir falla í c-flokk í reglugerð um mat á umhverfisáhrifum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Borgarfjarðarvegur, Eiðar - Laufás

Málsnúmer 202104015Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur bréf frá Sigurbirni Snæþórssyni, bónda í Gilsárteigi 2, þar sem hann gerir athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd Vegagerðarinnar á endurnýjun Borgarfjarðarvegar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð beinir því til Vegagerðarinnar að fulltrúar hennar og sveitarfélagsins fari í sameiginlega vettvangsferð ásamt bréfritara, þar sem farið verði yfir þær ábendingar sem fram koma í bréfinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Umsókn um að koma fyrir tímabundið útilistaverki í skúlptúrhluta Hafnargarðsins (á landfyllingu) á Seyðisfirði

Málsnúmer 202105127Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur beiðni um uppsetningu á útilistaverki við Hafnargarðinn á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur að ekki þurfi að afla sérstaks leyfis umfram almennrar heimildar sveitarfélagsins til að staðsetja verkið á opnu svæði. Ráðið tekur jákvætt í erindið en vísar því til heimastjórnar Seyðisfjarðar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Umsókn um landskipti, Stóra Sandfell 2

Málsnúmer 202105093Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til umsóknar um stofnun lóðar út úr landi Stóra-Sandfells 2.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Mjóanes, landskipti

Málsnúmer 202010494Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til staðfangs í tengslum við landsskipti. Lagt er til að lóðin fái nafnið „Skjól“.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Ærslabelgur á Egilsstöðum

Málsnúmer 202104277Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun ungmennaráðs um ærslabelg á Egilsstöðum. Þá greindi verkefnastjóri umhverfismála frá samtölum við aðila sem eru áhugasamir um að koma upp ærslabelg í bænum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð lýsir sig fylgjandi því að fundinn verði staður fyrir ærslabelg á Egilsstöðum og bendir á æskilega staðsetningu við Samfélagssmiðjuna eða í Tjarnargarði næst Safnahúsinu. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til frekari umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Fjarðarheiðargöng, mat á umhverfisáhrifum

Málsnúmer 202010619Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

18.Umsagnarbeiðni um umhverfismat framkvæmda og áætlana., 712. mál

Málsnúmer 202104112Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

19.Umsagnarbeiðni um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi), 708. mál .....

Málsnúmer 202104111Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

20.Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2021

Málsnúmer 202103053Vakta málsnúmer

Fundargerð 434. fundar Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar.

21.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Austurlands 2021

Málsnúmer 202102260Vakta málsnúmer

Fundargerð 161. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands lögð fram til kynningar.

22.Byggingarnefnd menningarhúss

Málsnúmer 202012176Vakta málsnúmer

Fundargerð frá 26. apríl lögð fram til kynningar.

23.Byggingarnefnd nýs leikskóla í Fellabæ

Málsnúmer 202010479Vakta málsnúmer

Fundargerð byggingarnefndar frá 15. apríl lögð fram til kynningar.

24.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa, fundargerðir

Málsnúmer 202104016Vakta málsnúmer

Fundargerðir nr. 10 og nr. 11 lagðar fram til kynningar.

25.Fundagerðir Náttúrustofa Austurlands 2021

Málsnúmer 202104163Vakta málsnúmer

Fundargerð frá 16. apríl lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?