Fara í efni

Deiliskipulag, Unalækur, lóð B8 breyting

Málsnúmer 202010472

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 1. fundur - 21.10.2020

Fyrir umhverfis- og framvkæmdaráði liggur fyrir umsókn um breytingu á byggingarreit við Unalæk lóð B8. Breyting felur í sér tilfærslu á bygginarreit um tíu metra til suðurs innan lóðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð metur breytinguna sem um ræðir óverulega og samþykkir hana með vísan til 3. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 1. fundur - 04.11.2020

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings 21.10. 20202 var eftirfarandi bókað:

Fyrir umhverfis- og framvkæmdaráði liggur fyrir umsókn um breytingu á byggingarreit við Unalæk lóð B8. Breyting felur í sér tilfærslu á bygginarreit um tíu metra til suðurs innan lóðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð metur breytinguna sem um ræðir óverulega og samþykkir hana með vísan til 3. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Lagt framtil kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 18. fundur - 07.04.2021

Málið var áður á dagskrá umhverfis- og framkvæmdaráðs 21.10.2020. Um er að ræða tilfærslu á byggingarreit um 10 metra innan ytri byggingarreits. Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfesti þann 5.11.2020 tilfærsluna sem óverulega breytingu á deiliskipulagi samkv. 3. mgr. 43.gr skipulagslaga. Síðan þá hefur verið beðið eftir breytingum á uppdrætti svo hægt væri að auglýsa breytinguna í B-deild Stjórnartíðinda. Við nánari yfirferð á skilmálum gildandi deiliskipulags liggur nú fyrir að tilfærsla innan ytri byggingarreita er heimil án breytingar á deiliskipulagi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð afturkallar fyrri ákvörðun um óverulega breytingu á deiliskipulagi íbúa- og frístundabyggðar á Unalæk. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 7. fundur - 12.04.2021

Málið var áður á dagskrá umhverfis- og framkvæmdaráðs 21.10.2020. Um er að ræða tilfærslu á byggingarreit um 10 metra innan ytri byggingarreits. Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfesti þann 5.11.2020 tilfærsluna sem óverulega breytingu á deiliskipulagi samkv. 3. mgr. 43.gr skipulagslaga. Síðan þá hefur verið beðið eftir breytingum á uppdrætti svo hægt væri að auglýsa breytinguna í B-deild Stjórnartíðinda. Við nánari yfirferð á skilmálum gildandi deiliskipulags liggur nú fyrir að tilfærsla innan ytri byggingarreita er heimil án breytingar á deiliskipulagi.

Eftirfarandi bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 7.4. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð afturkallar fyrri ákvörðun um óverulega breytingu á deiliskipulagi íbúa- og frístundabyggðar á Unalæk. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs um að aftukalla fyrri ákvörðun um óverulega breytingu á deiliskipulagi íbúa- og frístundabyggðar á Unalæk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?