Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

7. fundur 12. apríl 2021 kl. 13:00 - 14:30 í Samfélagssmiðjunni
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Tilkynning vegna jarðakaupa, Skeggjastaðir í Fellum

Málsnúmer 202103216Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 29.3.2021, frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem óskað er eftir umsögn Múlaþings, með vísan til 8. mgr. 10. gr. a jarðalaga, vegna fyrirhugaðra kaupa Bjarna G. Björgvinssonar, á jörðinni Skeggjastöðum 1 í Fellum í Múlaþingi.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirhuguð eigendaskipti á Skeggjastöðum 1 og breytingu á landskiptum með vísan í fyrirliggjandi gögn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Egs_Bláargerði 36-38

Málsnúmer 202102123Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um byggingarlóð fyrir 4 íbúða raðhús á tveimur einbýlishúsalóðum í Bláargerði á Egilsstöðum. Málið var áður á dagskrá umhverfis- og framkvæmdaráðs 17.2.2021 þar sem skipulagsfulltrúa var falið að kanna hvort tilefni væru til frekari breytinga á skipulagi samhliða því sem óskað var eftir.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 7.4. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að láta grenndarkynna áform um óverulega breytingu á deiliskipulagi í samræmi við áform umsækjanda. Skipulagsfulltrúa er falið að vinna málið áfram og því er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs um að fram fari grenndarkynning og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttinu.

3.Hafrafell-Merkjadalur Deiliskipulag

Málsnúmer 202103163Vakta málsnúmer

Fyrir liggur lýsing nýrrar deiliskipulagsáætlunar í landi Hafrafells á Fljótsdalshéraði. Lýsingin er í samræmi við gildandi aðalskipulag svæðisins þar sem fram kemur að heimilt sé að gera deiliskipulag fyrir allt að 10 frístundahús í landi Hafrafells.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 7.4. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi lýsing hljóti kynningu í samræmi við ákvæði 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis -og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Deiliskipulag, Unalækur, lóð B8 breyting

Málsnúmer 202010472Vakta málsnúmer

Málið var áður á dagskrá umhverfis- og framkvæmdaráðs 21.10.2020. Um er að ræða tilfærslu á byggingarreit um 10 metra innan ytri byggingarreits. Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfesti þann 5.11.2020 tilfærsluna sem óverulega breytingu á deiliskipulagi samkv. 3. mgr. 43.gr skipulagslaga. Síðan þá hefur verið beðið eftir breytingum á uppdrætti svo hægt væri að auglýsa breytinguna í B-deild Stjórnartíðinda. Við nánari yfirferð á skilmálum gildandi deiliskipulags liggur nú fyrir að tilfærsla innan ytri byggingarreita er heimil án breytingar á deiliskipulagi.

Eftirfarandi bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 7.4. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð afturkallar fyrri ákvörðun um óverulega breytingu á deiliskipulagi íbúa- og frístundabyggðar á Unalæk. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs um að aftukalla fyrri ákvörðun um óverulega breytingu á deiliskipulagi íbúa- og frístundabyggðar á Unalæk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Egilsstaðir Klettasel 2-4 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 202012051Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi þar sem fram kemur beiðni lóðarhafa að Klettaseli 2-4 á Egilsstöðum um að víkja óverulega frá skilmálum deiliskipulags við byggingu á lóðinni.

Eftirfarandi bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 7.4. 2021:
Með vísan til þess að frávik frá skilmálum deiliskipulags séu svo óveruleg að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn, sbr. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð erindið en vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkævmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um lóð, Egilsstaðir, Bláargerði 28, 30 og 32

Málsnúmer 202104005Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um byggingarlóðir fyrir tvö parhús á þremur einbýlishúsalóðum í Bláargerði á Egilsstöðum.

Eftirfarandi bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 7.4. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að láta grenndarkynna áform um óverulega breytingu á deiliskipulagi í samræmi við áform umsækjanda. Skipulagsfulltrúa er falið að vinna málið áfram þannig að fram fari ein grenndarkynning með áformum um breytingar á lóðum við Bláargerði númer 28, 30 og 32 annars vegar og 36 og 38 hins vegar samanber fyrri samþykkt um þær lóðir. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna áformin.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 14:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?