Fara í efni

Fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa, Bláargerði 8-10

Málsnúmer 202010478

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 4. fundur - 18.11.2020

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur beiðni um afslátt af gatnagerðargjöldum vegna kostnaðarsamrar grundunar á lóðinni Bláargerði 8-10 vegna mikillar jarðvegsdýptar. Einnig liggur fyrir samantekt á gildandi reglum og framkvæmd við veitingu afsláttar af þessu tagi á Fljótsdalshéraði, Seyðisfirði, Djúpavogi og Akureyri.

Eftirfarandi tillaga er lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að miða við að eðlilegt sé að dýpt jarðvegs undir botnplötu við byggingu íbúðarhúsnæðis sé innan við 3 metrar. Í ljósi þessa, og með hliðsjón af reglum Akureyrarkaupstaðar um útreikning afsláttar, samþykkir ráðið að veita umsækjanda 20% afslátt af gatnagerðargjöldum vegna Bláargerðis 8-10.

Jafnframt felur umhverfis- og framkvæmdaráð framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta vinna drög að reglum um afslátt af lóða- og gatnagerðargjöldum hjá sveitarfélaginu og leggja þau fyrir ráðið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?