Fara í efni

Deiliskipulag, Bakkavegur á Borgarfirði

Málsnúmer 202010508

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 2. fundur - 28.10.2020

Auglýsingu deiliskipulagstillögu fyrir svæði við Bakkaveg á Borgarfirði er lokið. Frestur til að skila athugasemdum var til 23. október 2020. Ein athugasemd barst frá Christer Magnusson, þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við tillöguna sem slíka en bent á nokkur atriði er varða framkvæmd hennar. Einnig barst umsögn frá Minjastofnun Íslands þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við tillöguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu og vísar henni til heimastjórnar til staðfestingar.
Ráðið samþykkir einnig að vísa ábendingum frá Christer Magnusson til framkvæmda- og umhverfismálastjóra og leggur til að tekið verði tillit til þeirra við gatnaframkvæmdir eftir nýju skipulagi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 1. fundur - 02.11.2020

Heimastjórn á Borgarfirði samþykkir deiliskipulagstillöguna fyrir sitt leyti.
Getum við bætt efni þessarar síðu?