Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

44. fundur 01. febrúar 2024 kl. 09:00 - 12:15 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Alda Marín Kristinsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón Þórðarson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Jón Þórðarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Stórurð og svæðið norðan Dyrfjalla

Málsnúmer 202207041Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá Umhverfisstofnun, dagsettur 24.1.2024, ásamt drögum að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Dyrfjöll og Stórurð og aðgerðaráætlun til kynningar. Athugasemdarfrestur er til 17. mars 2024.

Heimastjórn Borgarfjarðar gerir ekki athugasemdir við drögin og hvetur áhugasama til að kynna sér efni hennar og eftir atvikum skila inn athugasemdum.

Lagt fram til kynningar.

2.Borgarfjörður Deiliskipulag, Bakkavegur á Borgarfirði

Málsnúmer 202010508Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar óskar eftir að tekið verði til skoðunar deiliskipulag vestan Útskála á Bakkavegi á Borgarfirði (samþykkt hjá Skipulagsstofnun 21. des. 2020, tilv. 202011106/34), með það að markmiði að auka fjölbreytni lóðaframboðs og sveigjanleika á stærð nýbygginga á Borgarfirði.

Málinu vísað til vinnslu hjá umhverfis- og framkvæmdasviði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Samfélagsverkefni heimastjórna 2024

Málsnúmer 202401014Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 29. janúar:

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir hugmyndum heimastjórna að samfélagsverkefnum í samræmi við fjárhagsáætlun og umræður á fundinum og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að fylgja málinu eftir til formanna heimastjórna.

Skipting fjármuna verður óbreytt frá fyrra ári þegar heimastjórnir Borgarfjarðar, Djúpavogs og Seyðisfjarðar fengu 2 milljónir hver til umráða og heimastjórn Fljótsdalshéraðs 4 milljónir.

Heimastjórn auglýsir hér með eftir tillögum íbúa að verkefnum og mun jafnframt óska eftir þeim á samfélagsmiðlum. Tillögum að verkefnum skal skila á netfangið jon.thordarson@mulathing.is eða bréfleiðis á Hreppsstofu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Starfsemi áhaldahúss á Borgarfirði

Málsnúmer 202401190Vakta málsnúmer

Verkstjóri áhaldahúss Borgarfjarðar, Ásgeir Bogi Arngrímsson, kom á fund heimastjórnar og ræddi starfsemi áhaldahússins.

Heimastjórn þakkar honum fyrir gott samtal.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Ásgeir Bogi Arngrímsson - mæting: 10:00

5.Útleiga á húsnæði í eigu sveitarfélagsins

Málsnúmer 202203069Vakta málsnúmer

Að óbreyttu verða íbúðirnar Ásbrún 2 og Breiðvangur 2 lausar til leigu á næstu vikum. Heimastjórn samþykkir að fela starfsmanni heimastjórnar að auglýsa íbúðirnar lausar til leigu þegar afhendingartími þeirra liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Fjarðarborg - Samfélagsmiðstöð

Málsnúmer 202011069Vakta málsnúmer

Inn á fund heimastjórnar kom Óli Grétar Metúsalemsson og fór yfir stöðu framkvæmda í Fjarðarborg.

Vinna er í fullum gangi og stefnt er að því að miðstofa og suðurstofa á efri hæð verði tilbúnar til notkunar í vor og anddyri sömuleiðis.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Óli Grétar Metúsalemsson - mæting: 09:15

7.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Borgarfirði

Málsnúmer 202212043Vakta málsnúmer

Starfsmaður heimastjórnar fór yfir helstu verkefni m.a. hafnarframkvæmdir, samfélagsverkefni og frekari skiltagerð við Hafnarhólma.

Lagt fram til kynningar.

8.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Næsti fundur heimastjórnar Borgarfjarðar verður fimmtudaginn 7. mars. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast fyrir kl. 12:00 föstudaginn 1. mars. Erindi skal senda á netfangið jon.thordarson@mulathing.is, eythor.stefansson@mulathing.is eða bréfleiðis til Hreppsstofu.

Fundi slitið - kl. 12:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?