Fara í efni

Vitundarvakning gegn kynbundnu ofbeldi

Málsnúmer 202011039

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 4. fundur - 17.11.2020

Fyrir lá erindi frá Soroptimistaklúbb Austurlands varðandi átak um að efla vitundarvakningu gegn kynbundnu ofbeldi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að sveitarfélagið taki þátt í umræddu átaki og felur yfirmanni Eignasjóðs, í samráði við forsvarmenn stofnana, að annast framkvæmd þess fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 38. fundur - 16.11.2021

Fyrir lá erindi frá Soroptimistaklúbb Austurlands varðandi átak um að efla vitundarvakningu gegn kyndbundnu ofbeldi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að sveitarfélagið taki þátt í umræddu átaki og felur starfsmönnum Eignasjóðs, í samráði við forsvarsmenn stofnana, að annast framkvæmd þess fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Getum við bætt efni þessarar síðu?