Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

4. fundur 17. nóvember 2020 kl. 08:30 - 11:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari
Fulltrúar frá Deloitte verða á fundinum undir dagskrárlið nr. 1 og fulltrúar frá HEF undir dagskrárlið nr. 2.

1.Fjármál 2020

Málsnúmer 202010468Vakta málsnúmer

Inn á fundinn mættu fulltrúar Deloitte, þeir Sigurður Álfgeir Sigurðarson og Hólmgrímur Bjarnason, og gerðu grein fyrir 9 mánaða uppgjöri Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Einnig svöruðu þeir fyrirspurnum fundarmanna varðandi uppgjörið.

2.Fjárhagsáætlun 2021 - 2024

Málsnúmer 202010469Vakta málsnúmer

Inn á fundinn mættu fulltrúar HEF þeir Aðalsteinn Þórhallsson framkvæmdastjóri HEF, Gunnar Jónsson stjórnarformaður HEF og Magnús Jónsson endurskoðandi og gerðu grein fyrir fyrirhuguðum fjárfestingum í veitustarfsemi næstu fjögur árin ásamt fjármögnun þeirra.
Einnig svöruðu þeir fyrirspurnum fundarmanna varðandi rekstrar- og fjárfestingaáætlun HEF næstu ár.

Björn Ingimarsson ræddi framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins næstu 4 til 6 ár og mikilvægi þess að sveitarstjórn móti sér fljótlega stefnu varðandi helstu verkefni hennar.
Guðlaugur fjármálastjóri sagði frá vinnu við fjárhagsáætlun næsta árs og ýmislegt endurmat varðandi hana, út frá nýjum forsendum og upplýsingum. Einnig eru nefndir að vinna við endurskoðun gjaldskráa sveitarfélagsins, svo þær liggi fyrir við síðari umræðu.

3.Erindisbréf nefnda

Málsnúmer 202010419Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindisbréf fyrir byggðaráð Múlaþings er samþykkt var af sveitarstjórn þann 11. nóvember 2020. Fram komu athugasemdir við 6. og 7. grein og verða þær skoðaðar betur síðar.

Sveitarstjóri gerði undir þessum lið jafnframt grein fyrir fyrirhugaðri tímabundinni ráðningu í starf atvinnu- og menningarmálastjóra Múlaþings sem og ráðningum í störf fjármálastjóra og skrifstofustjóra Múlaþings.

4.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundagerðir

Málsnúmer 202010449Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2020

Málsnúmer 202010464Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.Stöðuskýrslur uppbyggingarteymis vegna Covid-19

Málsnúmer 202010467Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.Fundagerðir stjórnar HEF - 2020

Málsnúmer 202010482Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

8.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir

Málsnúmer 202010012Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.

9.Rafskútuleiga á Egilsstöðum

Málsnúmer 202011009Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá Fjallamönnum Austurlands ehf. vaðandi mögulega opnun rafskútuleigu á Egilsstöðum í samstarfi við Hopp Reykjavík.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

10.Vitundarvakning gegn kynbundnu ofbeldi

Málsnúmer 202011039Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá Soroptimistaklúbb Austurlands varðandi átak um að efla vitundarvakningu gegn kynbundnu ofbeldi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að sveitarfélagið taki þátt í umræddu átaki og felur yfirmanni Eignasjóðs, í samráði við forsvarmenn stofnana, að annast framkvæmd þess fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

11.Íbúðakjarni á Seyðisfirði

Málsnúmer 202010458Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við fulltrúa íbúðafélagsins Bæjartúns íbúðafélags hses og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, auk þess sem hann fór yfir drög að samkomulagi á milli Múlaþings og Bæjartúns íbúðafélags hses.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samkomulagi og felur sveitarstjóra að ganga frá því fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

12.Múlavegur 60, Seyðisfirði

Málsnúmer 202010491Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá eiganda nýbyggingar að Múlavegi 60 á Seyðisfirði ásamt afgreiðslum bæjarráðs og umhverfisnefndar Seyðisfjarðarkaupstaðar auk álits lögmanns.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til fyrirliggjandi gagna hafnar byggðaráð Múlaþings því að sveitarfélagið beri skaðabótaábyrgð á tjóni og kostnaði sem varð á byggingarframkvæmdum við Múlaveg 60.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

13.Til upplýsinga vegna kæru um skipan í heimastjórnir

Málsnúmer 202011045Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

14.Stytting vinnuvikunnar

Málsnúmer 202011032Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Bandalagi háskólamanna varðandi styttingu vinnuvikunnar hjá dagvinnufólki.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela verkefnastjóra mannauðsmála að svara framkomnu erindi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

15.Þorrablót Egilsstaða 2021, styrkbeiðni

Málsnúmer 202011079Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá Þorrablótsnefnd Egilsstaða 2021 þar sem óskað er eftir fjárstuðningi til að hægt verði að koma á rafrænu þorrablóti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela atvinnu- og menningarmálastjóra að afla upplýsinga hjá öllum þorrablótsnefndum sveitarfélagsins varðandi það hvernig þær hyggist standa að framkvæmd þorrablóta 2021. Er þær upplýsingar liggja fyrir verður málið tekið fyrir á ný.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

16.Erindi frá frjálsíþróttadeild Hattar

Málsnúmer 202011078Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá frjálsíþróttadeild Hattar varðandi mögulega fyrirhugaðar breytingar á Vilhjálmsvelli.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Samþykkt að taka málið upp, ásamt erindi knattspyrnudeildar Hattar, þegar af fyrirhuguðum fundi með fulltrúum stjórnar Hattar verður.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

17.Samstarfssamningur við Körfuknattleiksdeild Hattar

Málsnúmer 202010611Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.

18.Baráttuhópur smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu sendir frá sér yfirlýsingu, kröfur og tillögur.

Málsnúmer 202011021Vakta málsnúmer

Fyrir lá yfirlýsing frá baráttuhóp smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu ásamt kröfum og tillögum sem sent var á öll sveitarfélög landsins og aðra er málið varðar.

Lagt fram til kynningar.

19.Umsagnarbeiðni tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 39. mál.

Málsnúmer 202011033Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings lýsir yfir stuðningi við að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

20.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, 43. mál.

Málsnúmer 202011073Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?