Fara í efni

Leiguíbúðir Borgarfirði, úthlutunarreglur

Málsnúmer 202011070

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 2. fundur - 18.11.2020

Heimastjórn Borgarfjarðar óskar eftir að vera falin umsjón um auglýsingar og úthlutun leiguhúsnæðis Múlaþings á Borgarfirði. Fyrirkomulag líkt og þekktist á Borgarfirði finnst ekki annars staðar í Múlaþingi. Við undirbúning sameiningarinnar var talað um að gömlu sveitarfélögin fengju að halda í sína sérstöðu og hefðir ásamt því að heimastjórnir áttu að tryggja áhrif heimamanna á sitt nærsamfélag. Heimastjórn telur þetta mál einmitt falla undir þessi sjónarmið. Heimastjórn vísar beiðninni ásamt drögum að úthlutunarreglum til Byggðaráðs.

Byggðaráð Múlaþings - 5. fundur - 24.11.2020

Fyrir lá bókun heimastjórnar Borgarfjarðar dags. 18.11.2020. varðandi leiguíbúðir á Borgarfirði og úthlutunarreglur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að fela skrifstofustjóra Múlaþings í samráði við formann heimastjórnar Borgarfjarðar og fulltrúa sveitarstjóra á Borgarfirði að vinna nánari útfærslu úthlutunarreglna vegna íbúðaúthlutana í Múlaþingi. Er endanleg drög liggja fyrir verði þau lögð fyrir byggðaráð til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 7. fundur - 15.12.2020

Fyrir lágu drög að reglum um úthlutun leiguhúsnæðis í eigu Múlaþings sem unnar voru af skrifstofustjóra Múlaþings í samvinnu við formann heimastjórnar á Borgarfirði og fulltrúa sveitarstjóra á Borgarfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum um úthlutun á almennu leiguhúsnæði í eigu Múlaþings, með áorðnum breytingum til samræmis við umræðum á fundinum og felur skrifstofustjóra Múlaþings að koma þeim á framfæri innan stjórnsýslu sveitarfélagsins, auk þess að sjá til þess að þær verði aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 40. fundur - 14.12.2021

Á fundi byggðaráðs 16. nóvember 2021, var skrifstofustjóra falið að láta uppfæra reglur um úthlutun á almennu leiguhúsnæði sveitarfélagsins með hliðsjón af framkomnum athugasemdum, sbr. mál númer 202107047.

Fyrir liggja drög að endurskoðuðum reglum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir uppfærðar reglur um úthlutun á almennu leiguhúsnæði sveitarfélagsins og felur skrifstofustjóra að sjá til þess að þær verði virkjaðar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?