Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

7. fundur 15. desember 2020 kl. 08:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2020

Málsnúmer 202010468Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson sveitarstjóri kynnti umsókn til Lánasjóðs sveitarfélaga fyrir næsta ár, sem byggir á fjárhagsáætlun 2021. Einnig kynnti hann opnun tilboða í tryggingar fyrir Múlaþing frá 1. jan 2021, en þau voru opnuð í gær. Þar var VÍS með lægsta tilboðið og samþykkti byggðaráð samhljóða að taka því.
Einnig sagði hann frá því að Menntamálaráðuneytið hefur samþykkt að skilgreina uppbyggingu menningarhússins sem flýtiframkvæmd sem þýðir að greiðslur berast fyrr en um var rætt.

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti nokkur mál sem tengjast rekstri og fjármálum sveitarfélagsins og kynnti fyrir byggðaráði.

Rætt um uppgjör Múlaþings fyrir árið 2020 og val á endurskoðendum til að vinna að því. Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að samið verði við KPMG um það verk.

2.Fundargerðir stjórnar HEF - 2020

Málsnúmer 202010482Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella, dags. 30.11.20.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur áherslu á að staðið verði við fyrirhuguð áform stjórnvalda um framlög til fráveituframkvæmda og einnig er mikilvægt að svör varðandi framlög Orkusjóðs vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Búlandsnesi liggi fyrir sem fyrst. Sveitarstjóra falið að koma framangreindu á framfæri.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir

Málsnúmer 202010449Vakta málsnúmer

Fyrir lágu fundargerðir Almannaverndarnefndar Austurlands, dags. 30.11.20 og 07.12.20.
Lagt fram til kynningar

4.Fundargerðir Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2020

Málsnúmer 202010563Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafns Austfirðinga, dags. 09.12.20.
Lagt fram til kynningar.

5.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir

Málsnúmer 202010012Vakta málsnúmer

Fyrir lá að skipa þarf varamenn í svæðisskipulagsnefnd Austurlands.
Einnig kom fram að eðlilegt væri að endurskoða skipan byggingarnefndar Menningarhúss á Egilsstöðum með hliðsjón af breyttri skipan lista í sveitarstjórn, sem og skipan og verkefni vinnuhóps um Gamla ríkið á Seyðisfirði með hliðsjón af stöðu þess verkefnis.

Eftirfarandi tillögur lagðar fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur til að Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður umhverfis- og framkvæmdanefndar og Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri Múlaþings, verði skipuð sem varamenn í svæðisskipulagsnefnd Austurlands.

Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa frekari umfjöllun og úrvinnslu vegna byggingarnefndar Menningarhúss á Egilsstöðum og vinnuhóps Gamla ríkisins á Seyðisfirði til umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna á Austurlandi

Málsnúmer 202012075Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 07.12.20, þar sem fram kom m.a. að óskað er eftir staðfestingu sveitarfélagsins á breyttum starfsreglum svæðisskipulagsnefndar Austurlands. Breytingar eru annars vegar vegna sameiningar sveitarfélaga á svæðinu og hins vegar snúa þær að umsjón með þeirri vinnu sem framundan er.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi tillögur að starfsreglum fyrir svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna á Austurlandi verði samþykktar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Erindi til Byggðarráðs,boð um kaup á bókum.

Málsnúmer 202011119Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi til byggðaráðs varðandi möguleg kaup sveitarfélagsins á bókum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð vísar erindinu til skrifstofustjóra Múlaþings til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Sameiginleg styrkbeiðni björgunarsveita og slysavarnardeilda Múlaþings

Málsnúmer 202011224Vakta málsnúmer

Í vinnslu.



9.Erindi vegna listasafns fyrir alþjóðlega myndlist - Vogaland 5 Djúpavogi

Málsnúmer 202012050Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá Sigurði Guðmundssyni og Þór Vigfússyni varðandi húsnæði á Djúpavogi fyrir safn fyrir alþjóðlega myndlist. Erindið er stílað á sveitarstjórn Múlaþings og verður til umfjöllunar þar á fundi sveitarstjórnar í janúar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Byggðaráð Múlaþings leggur til við sveitarstjórn að óskað verði umsagnar heimastjórnar Djúpavogs um erindi Sigurðar Guðmundssonar og Þórs Vigfússonar varðandi safn fyrir alþjóðlega myndlist. Er slík umsögn liggur fyrir verði erindið tekið til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

10.Tækniminjasafn Austurlands, fjármál

Málsnúmer 202012074Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá Tækniminjasafni Austurlands, þar sem óskað er eftir framlagi frá sveitarfélaginu sem nemur fjárhæð sem er umtalsvert umfram það sem ráð er fyrir gert í nýsamþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2021. Einnig er óskað eftir því að sveitarfélagið skipi fulltrúa í vinnuhóp vegna verkefnisins Heildarendurskoðun og stefnumótandi áætlanagerð Tækniminjasafns Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð felur sveitarstjóra, fjármálastjóra og atvinnu- og menningarmálastjóra að fara yfir málið og leggja tillögur varðandi útfærslu fyrir byggðaráð er þær liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

11.LungA skólinn, samstarfsbeiðni

Málsnúmer 202012073Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá LungA skólanum þar sem fram kom að lagt er til að gerður verði samstarfssamningur á milli skólans og sveitarfélagsins til þriggja ára þar sem gert er ráð fyrir árlegu fjárframlagi frá sveitafélaginu sem er nokkuð umfram það sem gert er ráð fyrir í nýsamþykktri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð felur sveitarstjóra, fjármálastjóra og atvinnu- og menningarmálastjóra að fara yfir málið og leggja tillögur varðandi útfærslu fyrir byggðaráð er þær liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

12.Menningarstyrkir Múlaþings 2021

Málsnúmer 202012076Vakta málsnúmer

Fyrir lá samantekt atvinnu- og menningarmálastjóra varðandi það hvernig staðið hefur verið að veitingu menningarstyrkja í sveitarfélögunum fjórum er nú hafa sameinast í Múlaþing. Einnig fylgdu samantektinni drög að reglum varðandi úthlutun menningarstyrkja Múlaþings, sem og drög að auglýsingu varðandi styrkumsóknir vegna ársins 2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum um úthlutun menningarstyrkja Múlaþings og felur atvinnu- og menningarmálastjóra að auglýsa eftir styrkumsóknum vegna ársins 2021.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

13.SvAust - Framlenging akstursamninga 2021

Málsnúmer 202012065Vakta málsnúmer

Fyrir lá bréf frá SvAust, dags. 09.12.20, þar sem fram kemur m.a. að gengið hefur verið frá framlengingu samnings við Vegagerðina til eins árs, eða út árið 2021, og að óskað er eftir því að sveitarfélögin framlengi sína samninga við SvAust út árið 2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að samningur við SvAust verði framlengdur út árið 2021 og felur sveitarstjóra ganga frá því fyrir hönd sveitarfélagsins. Jafnframt er sveitarstjóra falið að sitja fyrirhugaðan fund með fulltrúum SvAust vegna málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

14.Samstarfssamningur um byggðasamlag, Minjasafn Austurlands

Málsnúmer 202012071Vakta málsnúmer

Fyrir lágu hugmyndir að útfærslum varðandi möguleg slit byggðasamlagsins um Minjasafn Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að taka upp viðræður við fulltrúa Fljótsdalshrepps varðandi það hvernig best verði að slitum byggðasamlags um Minjasafn Austurlands staðið, séu sveitarfélögin bæði sammála um að slíkt sé skynsamlegt. Verði slit á byggðasamlaginu niðurstaðan skal stefnt að því að slíkt eigi sér stað miðað við 31.12.2020.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

15.Úthlutun Byggðakvóta 2020-2021

Málsnúmer 202012025Vakta málsnúmer

Fyrir lá bréf frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 30.11.20, varðandi úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2020/2021 til byggðarlaganna Borgarfjarðar eystri, Djúpavogs og Seyðisfjarðar.

Lagt fram til kynningar.

16.Hallormsstaðaskóli - kynning á starfsemi

Málsnúmer 202012072Vakta málsnúmer

Fyrir lá tölvupóstur frá skólameistara Hallormsstaðaskóla, dags. 07.12.20, þar sem fram kemur að skólinn hefur fengið nýja námsbraut skólans, Sjálfbærni og sköpunarbraut, staðfesta af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og auglýsta í Stjórnartíðindum. Um er að ræða heilsársnám á 4. hæfnisþrepi sem samvarar diplomu á fyrsta stigi háskólanáms og nemendur þurfa að hafa lokið stúdentsprófi til að fá innritun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings fagnar því að námsbraut Hallormsstaðaskóla hefur hlotið staðfestingu sem heilsársnám á fyrsta stigi háskólanáms og óskar stjórnendum og starfsfólki skólans til hamingju með þennan merka áfanga.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

17.Austurvegur 22 - leyndir gallar

Málsnúmer 202011122Vakta málsnúmer

Fyrir lágu upplýsingar og tillögur frá kaupanda fasteignarinnar Austurvegur 22 á Seyðisfirði varðandi ástand eignarinnar. Málið var áður á dagskrá byggðaráðs þriðjudaginn 24.11.20.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings telur að ekki séu til staðar forsendur til að falla frá þeirri niðurstöðu er kemur fram í bókun fundar byggðaráðs þriðjudaginn 24.11.20.

Samþykkt með 5 atkvæðum, en tveir sátu hjá (ES og HÞ)

18.Hugmyndir og ábendingar að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf

Málsnúmer 202012077Vakta málsnúmer

Fyrir lá fyrirspurn frá rekstraraðila vegna fasteignagjalda og mögulegra viðbragða vegna tekjufalls tengt Covid 19.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarfélögin er nú mynda Múlaþing komu til móts við fasteignaeigendur á yfirstandandi ári með því að fresta eindögum þriggja fasteignagjaldagreiðslna þar til í nóvember, desember (2020) og janúar (2021). Þar sem um umtalverða fjármuni var að ræða olli þetta því að sveitarfélagið varð knúið til að fjármagna rekstur sinn að hluta til með skammtíma lánsfé sem hefur þýtt aukinn fjármagnskostnað og þar með lakari rekstrarniðurstöðu. Í ljósi þessa m.a. sér Byggðaráð Múlaþings ekki að fært sé að verða við frekari óskum hvað þessi mál varðar.
Þá skal á það bent að björgunaraðgerðir til fyrirtækja og sveitarfélaga vegna tilkomu Covid-19 eru á forræði ríkisvaldsins.
Bendum við bréfritara á að ræða vandann við viðeigandi tengiliði og stofnanir ríkisvaldsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

19.Markaðssetning Eiða

Málsnúmer 202011198Vakta málsnúmer

Fyrir lágu tillögur frá Þresti Jónssyni (ÞJ) varðandi það hvernig unnið yrði að verkefninu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að áfram verði unnið að verkefninu í samræmi við fyrirliggjandi tillögur. Sveitarstjóra og ÞJ falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

20.Innviðir raforku-afhendingar í Múlaþingi

Málsnúmer 202011200Vakta málsnúmer

Inn á fundinn mættu fulltrúar Rarik og Landsnets, þeir Tryggvi Þór Haraldsson og Guðmundur Ingi Ásmundsson, og fóru yfir stöðu mála og svöruðu fyrirspurnum fulltrúa í byggðaráði og starfsmanna.

21.Reglur um úthlutun á almennu leiguhúsnæði í eigu Múlaþings

Málsnúmer 202011070Vakta málsnúmer

Fyrir lágu drög að reglum um úthlutun leiguhúsnæðis í eigu Múlaþings sem unnar voru af skrifstofustjóra Múlaþings í samvinnu við formann heimastjórnar á Borgarfirði og fulltrúa sveitarstjóra á Borgarfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum um úthlutun á almennu leiguhúsnæði í eigu Múlaþings, með áorðnum breytingum til samræmis við umræðum á fundinum og felur skrifstofustjóra Múlaþings að koma þeim á framfæri innan stjórnsýslu sveitarfélagsins, auk þess að sjá til þess að þær verði aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

22.Fundir Byggðaráð

Málsnúmer 202010473Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að ekki verði fundað frekar í desember og næsti fundur verði þriðjudaginn 12. janúar 2021. Komi til þess að þörf verði á því að byggðaráð komi saman fyrr, mun verða boðað til slíks fundar sérstaklega.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?