Fara í efni

Beiðni um breytingu á aldursviðmiði í Héraðsþreki

Málsnúmer 202011099

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 8. fundur - 15.12.2020

Lögð er fram beiðni frá yngri flokkum Hattar í knattspyrnu um lækkun aldurstakmarks í Héraðsþrek þannig að unglingar geti nýtt aðstöðuna frá upphafi skólaárs í 9. bekk.

Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið og felur íþrótta- og æskulýðsstjóra að vinna með forstöðufólki íþróttamannvirkja að samræmingu aldurstakmarka í íþróttamannvirki sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?