Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

8. fundur 15. desember 2020 kl. 12:00 - 15:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Elvar Snær Kristjánsson formaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varaformaður
  • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Billa Árnadóttir aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri

1.Frjálsíþróttaaðstaða, nýframkvæmdir og viðhald eldri mannvirkja - þjóðarleikvangur

Málsnúmer 202012021Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.Styrkumsókn UMF Neista fyrir 2021

Málsnúmer 202011126Vakta málsnúmer

Fyrir liggur styrkumsókn fyrir árið 2021 frá UMF Neista á Djúpavogi.

Fjölskylduráð leggur til að gerður verði samningur til eins árs við Ungmennafélagið Neista, í samræmi við fyrri styrki og ársreikninga félagsins.

Samþykkt samhljóða.

3.Verkefnastyrkir Seyðisfjarðarkaupstaðar

Málsnúmer 202010459Vakta málsnúmer

Fyrir liggja umsóknir um styrki til íþrótta-, velferðar- og menningarmála á Seyðisfirði fyrir árið 2021 sem vísað var til fjölskylduráðs.

Fjölskylduráð Múlaþings leggur til að gerðir verði samningar til eins árs við Íþróttafélagið Huginn, knattspyrnudeild Hugins og Golfklúbb Seyðisfjarðar.

Samþykkt samhljóða.

4.Beiðni um breytingu á aldursviðmiði í Héraðsþreki

Málsnúmer 202011099Vakta málsnúmer

Lögð er fram beiðni frá yngri flokkum Hattar í knattspyrnu um lækkun aldurstakmarks í Héraðsþrek þannig að unglingar geti nýtt aðstöðuna frá upphafi skólaárs í 9. bekk.

Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið og felur íþrótta- og æskulýðsstjóra að vinna með forstöðufólki íþróttamannvirkja að samræmingu aldurstakmarka í íþróttamannvirki sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

5.Reglur um hreyfi- og heilsueflingarstyrk starfsfólks

Málsnúmer 202011141Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram reglur sem gilt hafa um hreyfi- og heilsueflingarstyrk starfsfólks Fljótsdalshéraðs.

Fjölskylduráð Múlaþings felur íþrótta- og æskulýðsstjóra að taka saman upplýsingar um áætlaðan kostnað fyrir stofnanir sveitarfélagsins við útvíkkun reglanna og leggja fyrir næsta fund ráðsins.

6.Tómstundaframlag

Málsnúmer 202010548Vakta málsnúmer

Fyrir liggja reglur um tómstundaframlag Fljótsdalshéraðs sem hefur verið í boði síðustu þrjú ár.

Fjölskylduráð leggur til að öll börn í Múlaþingi, 4-18 ára, fái 30.000 króna tómstundaframlag á árinu 2021 og verði reglur um tómstundaframlag Múlaþings útfærðar í samræmi við það.

Ráðið stefnir að því að finna enn frekari jafnræðisflöt á styrki til einstaklinga og íþróttafélaga fyrir árið 2022.

Samþykkt samhljóða.

7.Fjölskyldukort í íþróttamannvirki Múlaþings

Málsnúmer 202012042Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð leggur til að í Múlaþingi verði frítt í sund fyrir börn upp að 18 ára aldri og fyrir aldraða og öryrkja. Þá stefnir ráðið að því að vinna að útfærslu gjaldskráa í íþróttamannvirki innan sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

8.Styrkir íþrótta- og tómstundanefndar

Málsnúmer 202010549Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.

9.Íþróttafólk Múlaþings

Málsnúmer 202010552Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð leggur til að um sinn verði ekki valið íþróttafólk sveitarfélagsins alls, en hvetur íþróttafélög á svæðinu til þess að hampa sínu fólki fyrir bæði góðan árangur á sviði sinna íþrótta en ekki síður fyrir að vera fyrirmyndir innan vallar og utan.

Samþykkt samhljóða.

10.Samningar við íþróttafélög - Múlaþing

Málsnúmer 202012044Vakta málsnúmer

Fyrir liggja ýmsir samningar við íþróttafélög í Múlaþingi.

Fjölskylduráð felur íþrótta- og æskulýðsstjóra að gera samninga til eins árs við eftirfarandi félög:
- Bogfimideild Skaust
- Íþróttafélagið Hött
- START
- LyftAust
- Skís
- Golfklúbb Fljótsdalshéraðs
- UMF Þrist

Samþykkt samhljóða.

11.Skýrsla íþrótta- og æskulýðsstjóra

Málsnúmer 202010555Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.

12.Erindisbréf nefnda - Öldungaráð

Málsnúmer 202010419Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkir drög að erindisbréfi Öldungaráðs og vísar því til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

13.Styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins 2020

Málsnúmer 202012112Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fagnar yfirlýsingu Aflsins um starfsemi þess á Austurlandi og felur félagsmálastjóra að vinna að frekari framgangi málsins í samstarfi við nágrannasveitarfélög. Samþykkt er að styðja Aflið á yfirstandandi ári um 500.000,- kr. sem bókast af lið 9160.

Samþykkt samhljóða.

14.Um frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, mál 354

Málsnúmer 202012113Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fagnar framkomnu farsældarfrumvarpi barna- og félagsmálaráðherra um bætta þjónustu í þágu barna með áherslu á snemmtæka og samþætta þjónustu við börn á æsku- og mótunarskeiði. Frumvarpið er í samræmi við vinnubrögð Austurlandslíkansins í Múlaþingi, Vopnarfjarðarhreppi og Fljótsdalshreppi og styður við frekari innleiðingu á því verklagi. Nýlega kynnti Haraldur L. Haraldsson hagrænan ávinning af innleiðingu laganna þar sem fram kom að ávinningur væri verulegur og þjóðhagslega hagkvæmur eftir tíu ára vinnu með nýju verklagi og nálgun í þjónustu og stuðningi við börn og barnafjölskyldur. Fjárhagslegur ávinningur til framtíðar er meiri í 2. og 3. stigs þjónustu sem er frekar á höndum ríkisins en kostnaður aftur á móti meiri hjá sveitarfélögum sem sinna frekar 1. stigs þjónustu í nánd við skjólstæðinga. Í kynningu Haraldar kom fram að hann áætlar að skipting kostnaðar milli ríkis og sveitarfélaga sé í samræmi við fjölda barna á grunnskólaaldri og yngri, um 80% barnafjöldans annars vegar er tilheyrir sveitarfélögum og hins vegar ungmenni á framhaldsskólaaldri í kringum 20% sem falli í hlut ríkisins. Við þessa skiptingu vill fjölskylduráð Múlaþings koma á framfæri eftirfarandi athugasemd. Af þeim hluta ungmenna á aldrinum 16-18 ára sem ekki eru lengur í grunnskóla, eru einstaklingar sem ekki sækja nám og eru jafnvel lítið félagslega virkir og þurfa mikla þjónustu og stuðning. Þessir einstaklingar að megninu til, fá þjónustu frá félagsþjónustum sveitarfélaga þar sem miklu er kostað til. Ráðið vill því beina þeim tilmælum til Barna- og félagsmálaráðuneytisins að kostnaðarskipting milli ríkis og sveitarfélaga verði heldur áætluð 85% og 15% sökum þessa og tekið tillit til þjónustu við þungan skjólstæðingahóp á viðkvæmum aldri.
Fjölskylduráð Múlaþings vill árétta mikilvægi þess að nýtt og bætt verklag verði vel fjármagnað svo hægt sé að ná fram félagslegum og hagrænum ávinningi í bráð og lengd. Fjármunir verða að koma frá ríkinu til sveitarfélaga svo innleiðing á nýrri löggjöf takist og verði sá ávinningur í raun sem að er stefnt.

Samþykkt samhljóða.

15.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning

Málsnúmer 202012084Vakta málsnúmer

Frestað.

16.Reglur um félagslegt húsnæði

Málsnúmer 202012085Vakta málsnúmer

Frestað.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?