Fara í efni

Skapandi sumarstörf 2021

Málsnúmer 202011130

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 10. fundur - 26.01.2021

Fyrir lá erindi frá starfsmönnum fjölskyldusviðs, stjórnsýslu- og fjármálasviðs og umhverfis- og framkvæmdasviðs, þar sem óskað er eftir því að byggðaráð Múlaþings taki afstöðu til þess sem fyrst hvort halda eigi verkefninu Skapandi sumarstörf áfram. Fram kemur í erindinu að áætlaður hluti í Múlaþings í kostnaði vegna þessa muni nema um 10 millj.kr.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Ekki er gert ráð fyrir fjármunum vegna þessa í samþykktri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir yfirstandandi ár og byggðaráð Múlaþings fær því miður ekki séð að hægt verði að halda verkefninu áfram, að óbreyttu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?