Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

10. fundur 26. janúar 2021 kl. 08:30 - 10:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2021

Málsnúmer 202101001Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti nokkur mál tengd rekstri og fjármálum Múlaþings og upplýsti byggðaráð um stöðu þeirra.

Einnig lagður fram verkfallslisti fyrir Múlaþing, sem þarf að liggja fyrir, staðfesta og auglýsa, fyrir lok mánaðarins. Á honum koma fram þau störf hjá sveitarfélaginu sem fá undanþágu, komi til verkfalla á árinu. Nýr listi tekur gildi 15. febrúar, að lokinni auglýsingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir verkfallslistann fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að ganga frá honum til auglýsingar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

2.Skriðuföll á Seyðisfirði

Málsnúmer 202012168Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu mála, fyrirspurnir, minnisblöð o.fl.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa framkomnum hugmyndum frá Hafdal varðandi gerð heimildarmyndar til heimastjórnar Seyðisfjarðar til umsagnar, sem og fram komnum hugmyndum frá Dalabyggð. Byggðaráð leggur jafnframt áherslu á að hraðað verði eins og unnt er endurskoðuðu grunnmati á afmörkuðu svæði utan skriðu sem og á svæðinu við Múla þannig að hægt verði að taka afstöðu sem fyrst til nýtingar húsnæðis á umræddum svæðum til framtíðar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Bráðabirgðahættumat á áhrifasvæði skriðunnar 18. desember 2020 frá Múla út fyrir Stöðvarlæk"
Bráðabyrgðahættumat þetta virðist miðast við þá stöðu óstöðugs jarðefnamassa sem nú er staðsettur utan og innan skriðusárs allt frá Stöðvarlæk að Búðará.
Með bókun þessari er þess æskt að Veðurstofan geri hættumat að því gefnu að þessum jarðefnamassa verði rutt niður eða fluttur af svæðinu að mestu.
Almennt er þess æskt að endurskoðað hættumat á svæðinu frá Stöðvarlæk og inn að Dagmálalæk verði unnið mtt. mögulegra jarðefnaflutninga úr brún setlagastaflans sem að jafnaði skríður úr.
Tilgangur slíks mats er að geta gert sér grein fyrir hversu langt er hægt að ganga í að endurreisa og halda byggð í sem mest upprunalegu horfi, með ásættanlegri áhættu.

3.Skapandi sumarstörf 2021

Málsnúmer 202011130Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá starfsmönnum fjölskyldusviðs, stjórnsýslu- og fjármálasviðs og umhverfis- og framkvæmdasviðs, þar sem óskað er eftir því að byggðaráð Múlaþings taki afstöðu til þess sem fyrst hvort halda eigi verkefninu Skapandi sumarstörf áfram. Fram kemur í erindinu að áætlaður hluti í Múlaþings í kostnaði vegna þessa muni nema um 10 millj.kr.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Ekki er gert ráð fyrir fjármunum vegna þessa í samþykktri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir yfirstandandi ár og byggðaráð Múlaþings fær því miður ekki séð að hægt verði að halda verkefninu áfram, að óbreyttu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Menningarstyrkir Múlaþings 2021

Málsnúmer 202012076Vakta málsnúmer

Fyrir lágu tillögur að úthlutun menningarstyrkja, samtals að fjárhæð um 5,1 millj.kr., á grundvelli umsókna og þar að auki tillaga að samningum um styrki til verkefna er starfrækt hafa verið um árabil og sannað hafa gildi sitt, samtals að fjárhæð 4 millj.kr. Inn á fundin mættu undir þessum lið Aðalheiður Borgþórsdóttir og Jónína Brá Árnadóttir og gerðu grein fyrir þeirri vinnu er unnin hefur verið varðandi undirbúning til afgreiðslu þessara mála.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir framlagðar tillögur að úthlutun menningarstyrkja, en felur starfsmönnum ásamt sveitarstjóra að vinna áfram að hugmyndum varðandi samninga til lengri tíma m.a. samhliða vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árin 2022 til 2025.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Sérfræðiþjónusta skóla

Málsnúmer 202012040Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun fjölskylduráðs þar sem lögð er áhersla á að gengið verði frá samkomulagi við þau sveitarfélög sem standa að byggðasamlaginu um Skólaskrifstofu Austurlands og að því samstarfi sem varðar sérfræðiþjónustu skóla verði slitið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að láta vinna slíkt samkomulag í samráði við hin aðildarsveitarfélögin þrjú, Fjarðabyggð, Fljótsdalshrepp og Vopnafjarðarhrepp. Er slíkt samkomulag liggur fyrir verði það lagt fyrir sveitarfélögin til formlegrar afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Mannauðsstefna Múlaþings

Málsnúmer 202010540Vakta málsnúmer

Fyrir lá tillaga að mannauðsstefnu Múlaþings er byggir á þremur meginmarkmiðum:

.
Hamingja og virðing
.
Þekking, færni og fjölbreytileiki
.
Framsækni og traust

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir framlagða tillögu að mannauðsstefnu Múlaþings og þakkar stýrihóp er unnið hefur að mótun stefnunnar fyrir vel unnin störf. Jafnframt er lögð áhersla á að áfram verði unnið að þeim verkefnum er fyrir liggja.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um jarðalög (einföldun regluverks, vernd landbúnaðarlands, upplýsingaskyldu o.fl), 375. mál.

Málsnúmer 202101228Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?