Fara í efni

Tjaldsvæði Borgarfirði, rekstur

Málsnúmer 202011209

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 3. fundur - 30.11.2020

Heimastjórn Borgarfjarðar beinir því til byggðaráðs að kanna möguleika þess að bjóða út rekstur tjaldsvæissins á Borgarfirði.

Byggðaráð Múlaþings - 9. fundur - 19.01.2021

Fyrir lá bókun heimastjórnar Borgarfjarðar þar sem því er beint til byggðaráðs að kannaðir verði möguleikar þess að bjóða út rekstur tjaldsvæðis á Borgarfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að láta skoða hentugt framtíðarfyrirkomulag reksturs tjaldsvæða sem eru í eigu sveitarfélagsins. Er niðurstaða þeirrar vinnu liggur fyrir verður málið tekið fyrir til afgreiðslu í byggðaráði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?