Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

3. fundur 30. nóvember 2020 kl. 14:00 - 16:30 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Alda Marín Kristinsdóttir
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson
Starfsmenn
  • Jón Þórðarson
Fundargerð ritaði: Jón Þórðarsson

1.Fjárhagsáætlun 2021 - 2024

Málsnúmer 202010469Vakta málsnúmer

Heimastjórn fékk úrelt eintak af fjárhagsáætlun til umfjöllunar og þykir það miður. Heimastjórn saknar framlags vegna lyftu í hafnarhúsinu á árinu 2021.
Fyrir sameiningu sveitarfélaganna fjögurra voru skuldir sveitarfélaganna í viðhaldsverkefni metnar. Heimastjórn Borgarfjarðar sér þess ekki merki á þriggja ára fjárhagsáætlun Múlaþings að tekið sé tillit til þeirra verkefna, hvað Borgarfjörð varðar.
Á það skal bent að sveitarfélögin fjögur beittu mismunandi aðferðum við gerð sinna fjárhagsáætlana. Á Borgarfirði tíðkaðist að ráðstafa rekstrarafgangi til fjárfestinga. Fjárhagsáætlun Múlaþings ber þess merki að Borgarfjörður líði fyrir að hafa sýnt ráðdeild í rekstri.

2.Erindisbréf nefnda

Málsnúmer 202010419Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.Kaupfélagslóð - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202010410Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti umsóknina á fundi sínum þann 25.11. sl. og vísaði málinu til heimastjórnar til afgreiðslu.
Málið snýr að endurbyggingu gamla Kaupfélagshússins. Heimastjórn samþykkir leyfið fyrir sitt leyti.

4.Lindarbakki Borgarfirði

Málsnúmer 202011211Vakta málsnúmer

Í bréfi frá Bryndísi Snjólfsdóttur er spurt hvort húsnefnd Lindarbakka skipuð að beiðni Elísabetar Sveinsdóttur (Stellu) fyrir sameiningu starfi áfram. Heimastjórn samþykkir fyrir sitt leyti að nefndin starfi áfram en í henni sitja Bryndís, Björn Skúlason og Alda Marín Kristinsdóttir. Heimastjórn þiggur boð um kaffi og samráðsfund á Lindarbakka

5.Umferðaröryggi á Borgarfirði

Málsnúmer 202011210Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar beinir því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að gera úrbætur til að auka öryggi vegfarenda og íbúa strax í vor.
Brýnt er að gera ráðstafanir á „Bökkunum“ þ.e. á veginum frá Bakkaá út að húsinu Merki þar sem vegurinn er einbreiður og án gangstéttar. Við ytri enda vegarins er hótel Ferðaþjónustunnar Álfheima, sem gerir út á gönguferðir frá hótelinu. Fimm til sex mánuði á ári er mikil umferð gangandi vegfarenda um veginn sem og akandi.
Umferðarhraði er oft langt umfram það sem getur talist ásættanlegt og á það við um þorpið allt.
Lausnin gæti falist í að setja hraðahindranir, ítarlegri merkingar eða þrengingar á veginn.

6.Tjaldsvæði Borgarfirði, rekstur

Málsnúmer 202011209Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar beinir því til byggðaráðs að kanna möguleika þess að bjóða út rekstur tjaldsvæissins á Borgarfirði.

7.Ályktanir aðalfundar NAUST 2020

Málsnúmer 202010497Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.

8.Strandverðir Íslands - kynning á verkefni

Málsnúmer 202011115Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð fól, á fundi sínum þann 25.11. sl., verkefnastjóra umhverfismála að afla frekari upplýsinga um verkefnið og leggja þær fyrir heimastjórn.
Verkefnið gengur út á hreinsun strandlengju Íslands. Sjálfboðaliðasamtökin Veraldarvinir óska eftir samstarfi heimamanna og sveitarfélagsins við verkefnið.
Heimastjórn tekur vel í erindið.

9.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Næsti fundur Heimastjórnar Borgarfjarðar er 4. janúar 2021 kl. 14:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast fyrir kl. 12:00 30. desember. Erindi skal senda á netfangið jon.thordarson@mulathing.is eða bréfleiðis til Hreppsstofu.

Heimastjórn fagnar tilkomu nýs íbúðarhúsnæðis á Borgarfirði. Úthlutun verður auglýst síðar.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?