Fara í efni

Styrkbeiðni frá Skógræktarfélagi Djúpavogs

Málsnúmer 202011228

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 8. fundur - 06.01.2021

Fyrir liggur umsókn frá Skógræktarfélagi Djúpavogs um styrk, annars vegar í formi vinnu nemenda vinnuskólans og hins vegar fjárhæðar svipaðri og hreindýraarður vegna Búlandsness.

Ásdís Hafrún Benediktsdóttir vék af fundi undir þessum lið, vegna tengsla við umsækjanda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis og framkvæmdaráð samþykkir áframhaldandi samstarf við Skógræktarfélag Djúpavogs um vinnu nemenda vinnuskólans, en vísar beiðni félagsins um beinan fjárstyrk til byggðaráðs til afgreiðslu.

Samþykkt með sex atkvæðum en einn (ÁHB) var fjarverandi.

Byggðaráð Múlaþings - 8. fundur - 12.01.2021

Fyrir liggur umsókn frá Skógræktarfélagi Djúpavogs um styrk, annars vegar í
formi vinnu nemenda vinnuskólans og hins vegar fjárhæðar svipaðri þeirri og
hreindýraarður er vegna jarðarinnar Búlandsness.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir með umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings að áframhald verði á samstarfi sveitarfélagsins og Skógræktarfélags Djúpavogs um vinnu nemenda vinnuskólans.
Varðandi beinan fjárstyrk umfram þetta þá er þeirri beiðni hafnað, enda ekki gert ráð fyrir slíku framlagi í samþykktri fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árið 2021.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?