Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

8. fundur 06. janúar 2021 kl. 08:30 - 12:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Stefán Bogi Sveinsson formaður
 • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
 • Jakob Sigurðsson aðalmaður
 • Oddný Björk Daníelsdóttir aðalmaður
 • Pétur Heimisson aðalmaður
 • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
 • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
 • Helgi Týr Tumason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
 • Kjartan Róbertsson starfsmaður
 • Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála
 • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
 • María Markúsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála
Kjartan Róbertsson yfirmaður eignasjóðs sat fundin undir liðum nr. 1 og 4.
Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri sat fundinn undir lið nr. 13.

1.Geymslurými fyrir stofnanir sveitarfélagsins

Málsnúmer 202010488Vakta málsnúmer

Málið var áður á dagskrá 1. fundar ráðsins þann 21.10.2020. Yfirmaður eignasjóðs gerði grein fyrir stöðu málsins og þeim hugmyndum sem uppi eru varðandi framhaldið.

Lagt fram til kynningar.

2.Seyðisfjörður - Vesturvegur 4_óveruleg breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202010490Vakta málsnúmer

Samhliða grenndarkynningu á fyrirhuguðum byggingaráformum á Vesturvegi 4, Seyðisfirði, hefur borist athugasemd varðandi málsmeðferð við óverulega breytingu á aðalskipulagi Seyðisfjarðar sem staðfest var af Skipulagsstofnun þann 24.9.2020. Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir málinu og samskiptum við Skipulagsstofnun vegna þess.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Með hliðsjón af fram komnum ábendingum um hugsanlegan ágalla á málsmeðferð, telur umhverfis og framkvæmdaráð rétt að afturkalla óverulega breytingu á aðalskipulagi og auglýsa hana sem aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Málinu vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Vesturvegur 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202010499Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings liggur umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi vegna breytinga á íbúðarhúsi við Vesturveg 4 á Seyðisfirði í verslunar og þjónustuhús. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu. Málið var áður á dagskrá hjá Umhverfis- og framkvæmdarráði þann 18.11.2020. Grenndarkynningu lauk 17. desember 2020. Athugasemdir bárust frá nágrönnum. Athugasemdir bárust einnig frá umsagnaraðilum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis og framkvæmdaráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Skólavegur 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202011018Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn sveitarfélagsins um byggingarleyfi fyrir aukaskólastofur við Skólaveg 1, Rauðaskóla á Seyðisfirði. Um er að ræða tilbúnar samsettar húseiningar úr timbri sem staðsettar verða á áður steyptum grunni sem ætlaður er fyrir viðbyggingu skólahúsnæðis. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu. Málið var áður á dagskrá umhverfis- og framkvæmdarráðs þann 18.11.2020. Grenndarkynningu lauk 17.12.2020, engar athugasemdir bárust frá hagsmunaðilum vegna hennar. Athugasemdir hafa borist frá Vinnueftirlitinu og HAUST. Brunavarnir á Austurlandi gera ekki athugasemd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis og framkvæmdaráð samþykkir að fela eignasjóði að bregðast við fram komnum athugasemdum, samþykkir fyrirliggjandi umsókn og vísar málinu til heimastjórnar Seyðisfjarðar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Djúpivogur - Víkurland við höfnina - Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 202011180Vakta málsnúmer

Umsókn liggur fyrir hjá byggingafulltrúa um stöðuleyfi fyrir matarvagn á Víkurlandi við höfnina á Djúpavogi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að meðan ekki hafa verið settar sérstakar reglur um veitingu leyfa fyrir matarvagna sé byggingarfulltrúa falið að afgreiða slíkar umsóknir sem umsóknir um stöðuleyfi, að fenginni jákvæðri umsögn viðkomandi heimastjórnar um staðsetninguna og að fenginni heimild þess sem hefur umráðarétt á viðkomandi staðsetningu, sé það annar aðili en sveitarfélagið sjálft. Ráðið felur jafnframt framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta semja drög að reglum um matar- og söluvagna og leggja fyrir ráðið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Djúpivogur - þvottaplan við Bakkabúð - Umsókn um stöðuleyfi,

Málsnúmer 202011179Vakta málsnúmer

Umsókn liggur fyrir hjá byggingafulltrúa um stöðuleyfi fyrir matarvagn á Víkurlandi við höfnina á Djúpavogi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að meðan ekki hafa verið settar sérstakar reglur um veitingu leyfa fyrir matarvagna sé byggingarfulltrúa falið að afgreiða slíkar umsóknir sem umsóknir um stöðuleyfi, að fenginni jákvæðri umsögn viðkomandi heimastjórnar um staðsetninguna og að fenginni heimild þess sem hefur umráðarétt á viðkomandi staðsetningu, sé það annar aðili en sveitarfélagið sjálft. Ráðið felur jafnframt framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta semja drög að reglum um matar- og söluvagna og leggja fyrir ráðið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Djúpivogur - Innri Gleðivík - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 202012016Vakta málsnúmer

Fyrir liggur álit Skipulagsstofnunar varðandi auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis og framkvæmdaráð samþykkir að auglýsa breytingu á aðalskipulagi samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu á deilskipulagi fyrir svæðið við Innri - Gleðivík. Skipulagsfulltrúa er falið að láta lagfæra gögnin í samræmi við ábendingar Skipulagsstofnunar og umræður innan ráðsins um vegtengingu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Styrkbeiðni frá Skógræktarfélagi Djúpavogs

Málsnúmer 202011228Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn frá Skógræktarfélagi Djúpavogs um styrk, annars vegar í formi vinnu nemenda vinnuskólans og hins vegar fjárhæðar svipaðri og hreindýraarður vegna Búlandsness.

Ásdís Hafrún Benediktsdóttir vék af fundi undir þessum lið, vegna tengsla við umsækjanda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis og framkvæmdaráð samþykkir áframhaldandi samstarf við Skógræktarfélag Djúpavogs um vinnu nemenda vinnuskólans, en vísar beiðni félagsins um beinan fjárstyrk til byggðaráðs til afgreiðslu.

Samþykkt með sex atkvæðum en einn (ÁHB) var fjarverandi.

9.Jökuldalur, Hvanná 1 - Framkvæmdaleyfi_skógrækt

Málsnúmer 202011124Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar í landi Hvannár 1 á Jökuldal. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu. Umsögn Minjastofnunar liggur fyrir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna áformin í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnaraðilar eru: Vegagerðin, Umhverfisstofnun og Skógræktin. Grenndarkynning nái til eigenda aðliggjandi jarða: Hvannár 2, Hauksstaða, Skeggjastaða, Refshöfða og Teigasels 1. Í ljósi staðsetningar skulu áformin einnig kynnt á heimasíðu sveitarfélagsins og íbúum gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum meðan grenndarkynning fer fram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Grenndarkynning, breyting á deiliskipulagi Selbrekku - breyting 4

Málsnúmer 202011208Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu á breytingu á deiliskipulagi Selbrekku, breyting 4 er lokið. Ein athugasemd barst frá íbúum við Flatasel 1.

Málinu frestað til næsta fundar.

11.Byggingarnefnd menningarhúss

Málsnúmer 202012176Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að skipa á ný í byggingarnefnd menningarhúss á Egilsstöðum og staðfesta erindisbréf nefndarinnar.

Málinu frestað til næsta fundar.

12.Tillaga að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 til kynningar.

Málsnúmer 202011093Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja drög að umsögn um viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Umsagnarfrestur er til 8. janúar.

Efirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að umsögn og felur skipulagsfulltrúa að koma henni á framfæri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Skriðuföll á Seyðisfirði

Málsnúmer 202012168Vakta málsnúmer

Umræður um stöðu mála á Seyðisfirði í kjölfar hamfara. Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fór yfir stöðu mála og aðgerðir.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?