Fara í efni

Ferjuleira 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202012017

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 9. fundur - 20.01.2021

Byggingarfulltrúi hefur haft til meðferðar umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við húsnæðið að Ferjuleiru 1 á Seyðisfirði. Ekki er gert ráð fyrir viðbyggingunni í gildandi deiliskipulagi. Fyrir ráðinu liggur teikning af fyrirhugaðri viðbyggingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlögð byggingaráform fyrir sitt leyti, með vísan til 3. mgr. 43. gr. Skipulagslaga, enda um svo óverulegt frávik að ræða að hagsmunir nágranna skerðast í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Málinu er vísað til heimastjórnar Seyðisfjarðar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 4. fundur - 01.02.2021

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn samþykkir framlögð byggingaráform, með vísan til 3. mgr. 43. gr. Skipulagslaga, enda um svo óverulegt frávik að ræða að hagsmunir nágranna skerðast í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.

Heimastjórn felur byggingafulltrúa Múlaþings að gefa út byggingaleyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Getum við bætt efni þessarar síðu?