Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

9. fundur 20. janúar 2021 kl. 08:30 - 12:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Stefán Bogi Sveinsson formaður
 • Jakob Sigurðsson aðalmaður
 • Oddný Björk Daníelsdóttir aðalmaður
 • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
 • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
 • Helgi Týr Tumason áheyrnarfulltrúi
 • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
 • Eiður Ragnarsson varamaður
Starfsmenn
 • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
 • Kjartan Róbertsson starfsmaður
 • Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála
 • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
 • María Markúsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála
Kjartan Róbertsson yfirmaður eignasjóðs sat fundinn undir liðum 12, 13 og 14.

1.Byggingarnefnd menningarhúss

Málsnúmer 202012176Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að skipa á ný í byggingarnefnd menningarhúss á Egilsstöðum og staðfesta erindisbréf nefndarinnar.
Erindið var áður á dagskrá 8. fundar ráðsins þann 6.1.2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að skipa eftirtalda í byggingarnefn menningarhúss á Egilsstöðum. Jafnframt felur ráðið skrifstofustjóra Múlaþings, sem unnið hefur með byggingarnefndinni, að kalla nýja nefnd saman til fundar. Staðfestingu erindisbréfs er frestað til næsta fundar ráðsins.

Byggingarnefndina skipi:
Stefán Bogi Seinsson, tilnefndur af B-lista
Karl Lauritzson, tilnefndur af D-lista
Hildur Þórisdóttir, tilnefnd af L-lista
Hannes Karl Hilmarsson, tilnefndur af M-lista
Andrés Skúlason, tilnefndur af V-lista

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Seyðisfjörður_Hlíðarvegur deiliskipulag_óveruleg breyting

Málsnúmer 202012083Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi við Hlíðarveg og Múlaveg á Seyðisfirði. Með breytingunni er m.a. gert ráð fyrir að þremur einbýlishúsalóðum verði breytt í lóðir fyrir parhús. Þar sem um óverulega breytingu er að ræða er gert ráð fyrir grenndarkynningu í stað auglýsingar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta kanna hvort rétt sé að breyta fleiri einbýlishúsalóðum í lóðir fyrir rað- eða parhús. Málið verði afgreitt á næsta fundi ráðsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Seyðisfjörður - lausar lóðir fyrir byggingar

Málsnúmer 202101124Vakta málsnúmer

Farið yfir lóðaframboð á Seyðisfirði og með hvaða hætti er rétt að koma þeim á framfæri og hvort breytinga er þörf á skilmálum þeirra eða skipulagi.

Málið er í vinnslu.

4.Tillaga að aðgerðarhóp varðandi hugmyndir um framtíðarskipulag vegna aurskriða á Sey.

Málsnúmer 202101068Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Þóru Bergnýju Guðmundsdóttur um skipan aðgerðahóps til að rýna stöðuna og leggja fram framtíðarhugmyndir í kjölfar undangenginna hamfara.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir erindið og tekur undir að nauðsynlegt er að nýta frumkvæði og kraft Seyðfirðinga og þeirra sem unna byggðinni í kaupstaðnum í uppbyggingunni sem framundan er. Formanni falið að vera í sambandi við erindisbeiðanda til að fara yfir málið og undirbúa frekari kynningu fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Miðás 15 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202011171Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu er lokið. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir liggja fyrir frá Minjastofnun og Vinnueftirliti sem gera ekki athugasemdir en minna á lagafyrirmæli sem fara ber eftir við framkvæmdina og að henni lokinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og vísar henni til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Djúpivogur, Ferðaþjónustan Fossárdal, Eyjólfsstaðir - Framkvæmdaleyfi_rotþró

Málsnúmer 202012066Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn Ferðaþjónustunnar Fossárdal, Djúpavogi, um framkvæmdaleyfi fyrir rotþró. Deiliskipulag er í gildi á svæðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindið og heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við gildandi skipulag.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Egilsstaðir, Faxatröð 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202010539Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggja drög að svörum við þeim athugasemdum sem fram komu við grenndarkynningu. Einnig liggja fyrir svör húseiganda við fyrirspurn um notkun íbúðarhúss og fyrirhugaða notkun á bílskúr ef leyfi fæst fyrir breyttri nýtingu hans. Alls er gert ráð fyrir 11 íbúum í íbúðarhúsinu og samtals 13 íbúum á lóðinni ef leyfi fæst fyrir breytingu bílskúrs. Umsækjandi hefur upplýst að á lóðinni sé hægt að koma fyrir fjórum bílum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindið, ásamt framlögðum svörum við athugasemdum, og vísar því til heimastjórnar til afgreiðslu. Ráðið beinir því til byggingarfulltrúa að við útgáfu byggingarleyfis skuli umsækjanda gert að gera grein fyrir viðeigandi fjölda bílastæða. Þá er upplýsingum um þá starfsemi sem er í húsinu beint til skoðunar hjá byggingarfulltrúa, Brunavörnum á Austurlandi, Vinnueftirliti og HAUST.

Samþykkt samhljóða handauppréttingu.

8.Ferjuleira 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202012017Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi hefur haft til meðferðar umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við húsnæðið að Ferjuleiru 1 á Seyðisfirði. Ekki er gert ráð fyrir viðbyggingunni í gildandi deiliskipulagi. Fyrir ráðinu liggur teikning af fyrirhugaðri viðbyggingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlögð byggingaráform fyrir sitt leyti, með vísan til 3. mgr. 43. gr. Skipulagslaga, enda um svo óverulegt frávik að ræða að hagsmunir nágranna skerðast í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Málinu er vísað til heimastjórnar Seyðisfjarðar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Málsmeðferð sveitarfélaga í skipulagsmálum athugasemdir UA

Málsnúmer 202101086Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur erindi Umboðsmanns Alþingis, sent Skipulagsstofnun þar sem vakin er athygli á að málsmeðferð sveitarfélaga í skipulagsmálum sé ekki að öllu leyti í samræmi við markmið Skipulagslaga hvað varðar kynningu skipulagsáætlana og aðkomu almennings að kynningarferlinu.

Lagt fram til kynningar.

10.Aðalskráning fornminja í sameinuðu sveitarfélagi

Málsnúmer 202101011Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur kynningarbréf frá Fornleifastofnun Íslands, þar sem fyrirtækið býður fram þjónustu sína við aðalskráningu fornleifa innan sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

11.Umsókn um lóð, Bláargerði 53

Málsnúmer 202101021Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um lóðina Bláargerði 53 á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindið og heimilar framkvæmda- og umhverfismálastjóra að ganga frá lóðarúthlutuninni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Sundhöll Seyðisfjarðar - endurbætur

Málsnúmer 202010568Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggja drög að að aðaluppdráttum ásamt kostnaðaráætlun fyrir endurbætur á Sundhöllinni á Seyðisfirði. Yfirmaður eignasjóðs og Böðvar Bjarnason hjá Eflu kynntu fyrirliggjandi hugmyndir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi verkáætlun um endurbætur á Sundhöllinni á Seyðisfirði. Framkvæmdir hefjist á árinu við fyrsta áfanga (varmadæla, útipottur og lagfæring á skyggni) og gert verði ráð fyrir verkefninu við gerð næstu fjárhagsáætlana.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Gestir

 • Böðvar Bjarnason

13.Skólavegur 1 - Framkvæmdir við lausar kennslustofur

Málsnúmer 202101083Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggja drög að aðaluppdráttum ásamt kostnaðaráætlun. Yfirmaður eignasjóðs kynnti fyrirliggjandi gögn fyrir nefndinni. Fram kom að kostnaður er verulega umfram þá fjárhæð sem áætluð er til verksins í fjárfestingaáætlun ársins 2021.

Málið er í vinnslu.

14.Hjaltalundur, ástand þaks

Málsnúmer 202101084Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggja drög að uppgjöri framkvæmda við félagsheimilið Hjaltalund, milli eignasjóðs og húsráðs Hjaltalundar, sem hélt utan um framkvæmdirnar.

Stefán Bogi Sveinsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar vegna vanhæfis.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi uppgjör. Á fjárhagsáætlun 2020 voru ætlaðar 24 milljónir til verksins. Kostnaður við framkvæmdina var um 15 milljónir. Samkvæmt samkomulagi verður 5 milljónum ráðstafað í stækkun og endurbætur á bílastæði við húsið og endurbætur á eldhúsi.
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar þeim sem komu að verkinu fyrir sitt framlag.

Samþykkt með sex atkvæðum en einn (SBS) var fjarverandi.

Fundi slitið - kl. 12:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?