Fara í efni

Djúpivogur Borgarland 54 Umsókn um lóð

Málsnúmer 202012063

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 7. fundur - 16.12.2020

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um lóð nr. 54 við Borgarland á Djúpavogi. Deiliskipulag svæðisins bíður auglýsingar í B-deild. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til úthlutunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar umsóknina en samþykkir að vísa henni frá að svo stöddu og bendir umsækjanda á að sækja um að nýju þegar skipulag hefur verið staðfest og lóðin auglýst laus til úthlutunar. Þetta er í samræmi við stefnumörkun umhverfis- og framkvæmdaráðs við úthlutun lóða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Getum við bætt efni þessarar síðu?