Fara í efni

Hugmyndir og ábendingar að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf

Málsnúmer 202012077

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 7. fundur - 15.12.2020

Fyrir lá fyrirspurn frá rekstraraðila vegna fasteignagjalda og mögulegra viðbragða vegna tekjufalls tengt Covid 19.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarfélögin er nú mynda Múlaþing komu til móts við fasteignaeigendur á yfirstandandi ári með því að fresta eindögum þriggja fasteignagjaldagreiðslna þar til í nóvember, desember (2020) og janúar (2021). Þar sem um umtalverða fjármuni var að ræða olli þetta því að sveitarfélagið varð knúið til að fjármagna rekstur sinn að hluta til með skammtíma lánsfé sem hefur þýtt aukinn fjármagnskostnað og þar með lakari rekstrarniðurstöðu. Í ljósi þessa m.a. sér Byggðaráð Múlaþings ekki að fært sé að verða við frekari óskum hvað þessi mál varðar.
Þá skal á það bent að björgunaraðgerðir til fyrirtækja og sveitarfélaga vegna tilkomu Covid-19 eru á forræði ríkisvaldsins.
Bendum við bréfritara á að ræða vandann við viðeigandi tengiliði og stofnanir ríkisvaldsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Getum við bætt efni þessarar síðu?