Fara í efni

Áskorun varðandi framboð grænkerafæðis í skólum

Málsnúmer 202101005

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 6. fundur - 13.01.2021

Fyrir fundinum lá áskorun til sveitarfélaga um skýr markmið varðandi framboð grænkerafæðis í skólum, ásamt sambærilegri áskorun til allra leik- og grunnskóla landsins, frá samtökum grænkera á Íslandi.

Til máls tóku: Þröstur Jónsson, Jódís Skúladóttir, Stefán Bogi Sveinsson, Elvar Snær Kristjánsson, Jakob Sigurðsson, Kristjana Sigurðardóttir, Þröstur Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson og Hildur Þórisdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings vísar fyrirliggjandi áskorun varðandi framboð grænkerafæðis í skólum til fjölskylduráðs Múlaþings til skoðunar og frekari vinnslu.

Samþykkt með 10 atkvæðum en 1 var á móti (ÞJ)

Fjölskylduráð Múlaþings - 10. fundur - 19.01.2021

Fyrir liggur erindi frá Samtökum grænkera á Íslandi varðandi þátttöku skóla sveitarfélagsins í verkefninu Veganúar og ábending um framboð til skólanemenda á grænkerafæði.

Fjölskylduráð þakkar fyrir áminningu um mikilvægi umhverfisvitundar og heilsusamlegs lífernis í skólum. Skólar Múlaþings taka almennt ekki þátt í Veganúar en fylgja lýðheilsuviðmiðum og/eða heilsueflandi viðmiðum þegar kemur að matarframboði. Þá er grænmeti ýmist í boði á hlaðborðum eða borið fram með máltíðum í öllum skólum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?