Fara í efni

Fundargerðir stjórnar Brunavarna á Héraði 2021

Málsnúmer 202101035

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 8. fundur - 12.01.2021

Fyrir lá fundargerð Brunavarna á Héraði dags. 06.01.2021.
Fram kom að vegna vatnstjóns er varð á húsnæði félagsins á milli jóla og nýárs þá þarf að ráðast í endurbætur er krefjast viðbótarframlags frá sveitarfélögunum. Viðbótarframlag frá Múlaþingi vegna þessa er áætlað nema tæpum 4,9 milljónum kr.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að Múlaþing komi að endurbótum vegna vatnstjóns í húsnæði Brunavarna á Héraði með fjárframlagi sem nemur um 4,9 milljónum kr. Fjármunir er verða til vegna endurgreiðslu fjárframlaga við uppgjör Brunavarna á Austurlandi verði nýttir til þessa m.a.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?