Fara í efni

Gjaldtaka í Hafnarhólma

Málsnúmer 202101066

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 4. fundur - 11.01.2021

Frá upphafi framkvæmda í Hafnarhólma og byggingu Hafnarhúss var horft til að gjald af gestum á svæðinu myndi standa undir kostnaði við svæðið gestum og lífríki Hafnarhólma til góðs og stuðla að sjálfbærni þess.

Slík gjaldtaka myndi einnig geta staðið straum af þróun og rannsóknum sem og af fjárfestingum sem eftir á að klára á hafnarsvæðinu. Finna þarf tæknilausn sem hentar svæðinu. Heimastjórn vísar málinu áfram til Byggðaráðs Múlaþings til frekari úrvinnslu og óskar eftir samráði.

Byggðaráð Múlaþings - 9. fundur - 19.01.2021

Fyrir lá bókun heimastjórnar Borgafjarðar þar sem mögulegri gjaldtöku í Hafnarhólma er vísað til byggðaráðs til frekari úrvinnslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að afla frekari gagna vegna málsins og er þau liggja fyrir verði málið tekið fyrir hjá byggðaráði Múlaþings að nýju.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 10. fundur - 04.06.2021

Aron Thorarenssen lögfræðingur og persónuverndarfulltrúi Múlaþings kom á fundinn og kynnti minnisblað vegna fyrirhugaðrar gjaldtöku í Hafnarhólma.

Heimastjórn fagnar fyrirliggjandi minnisblaði er snýr að lagaheimildum sveitarfélagsins til gjaldtöku. Í því kemur fram að gjaldtaka sé heimil.

Í framhaldi af því gerir heimastjórn tillögu um að upp verði tekið gjald í Hafnarhólma en frítt verði fyrir yngri en 14 ára.

Starfsmanni heimastjórnar falið að koma á fundi með starfsmanni Múlaþings varðandi útfærslu á gjaldtöku og vinna málið áfram.

Gestir

  • Aron Thorarenssen
Getum við bætt efni þessarar síðu?